Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Ungmennaráð Seltjarnarness

Ungmennaráð Seltjarnarness

Ungmennaráð Seltjarnarness var stofnað í október  árið 2009. Ungmennaráð er skipað 7 ungmennum á aldrinum 16 til 18 ára sem kosin voru lýðræðislega. Árið 2011 varð breyting á fyrirkomulagi Ungmennaráðsins þar sem breitt var úr fulltrúalýðræði og yfir í beint lýðræði. 

Haldin eru fjögur ungmennaþing á hverju ári þar sem allir á aldrinum 16-25 ára eru velkomnir. Á þessum þingum er farið yfir síðastliðin ársfjórðung og næsti ársfjórðungur skipulagður. Allir sem mæta á ungmennaþingið hafa atkvæðis- og tillögurétt.  Yfir öll verkefni sem ákveðið er að fara í á hverjum tíma er skipaður verkefnastjóri sem ber ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig. 

Með þessu fyrirkomulagi hafa allir möguleika á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á málefni sveitarfélagsins. Ábyrgðin dreifist yfir hópinn og fleiri einstaklingar taka virkan þátt í starfi Ungmennaráðs Seltjarnarness.

Ungmenni sem hafa áhuga á að starfa í Ungmennaráðinu geta mætt í ungmennahúsið Skelina við Suðurströnd, á miðvikudögum eða fimmtudögum frá klukkan 20:00 til 22:30.   Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið, ungness@gmail.com  eða hafa samband við félagsmiðstöðina Selið í síma 595-9177

Verkefnin

 • Ungmennaráð Seltjarnarness hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum, bæði farið út til útlanda og tekið á móti erlendum hópum hingað til Íslands.
 • Ungmennaráð Seltjarnarness fundar reglulega með bæjarstjórn Seltjarnarness og fjallar þar um málefni ungs fólks. 
 • Ungmennaráð Seltjarnarness hefur setið stefnumótunarfund hjá Mennta- og menningarmálaráðherra um málefni ungs fólks.
 • Ungmennaráð Seltjarnarness heldur reglulega viðburði fyrir Seltirninga og má þar nefna Nikkuball fyrir eldri borgara, mánaðarlega viðburði fyrir eldri borgara í Selinu síðasta miðvikudag mánaðarins, tónleika, fræðslukvöld, jólakaffihús og margt fleira.
 • Ungmennaráð Seltjarnarness hélt úti veffréttastöðinni NesTV og má sjá afraksturinn á www.selid.is/nestv.
 • Ungmennaráð Seltjarnarness hefur  haldið utan um tölvunámskeið fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi.
 • Ungmennaráð Seltjarnarness vann kynningarbæklinga fyrir öll svið Seltjarnarnesbæjar á ensku og íslensku.


Markmið ungmennaráðs eru að:

 • efla félagslíf fyrir 16-18 ára ungmenni á Seltjarnarnesi
 • auka framboð á skemmtunum og fræðslu fyrir þennan aldurshóp
 • bæta samfélagið með jákvæðu hugarfari og sýna gott fordæmi
 • skapa grundvöll til þess að ungmenni geti komið saman og komið
 • skoðunum sínum á framfæri
 • virkja ungmenni í samfélaginu
 • auka jafningjafræðslu sem og almenna fræðslu
 • stuðla að því að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu
 • vera tengiliður ungmenna á Seltjarnarnesi við yfirvöld
 • verja hagsmuni ungmenna á Seltjarnarnesi og berjast fyrir bættum
 • kjörum og réttindum

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: