Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Skólaskjól

Skólaskjól og frístund


Nemendur í 1.-4. bekk eiga kost á þjónustu/gæslu í Skólaskjóli frá því að skóladegi lýkur til kl. 17:00.

Hlutverk Skólaskjólsins er að mæta þörfum fjölskyldna á Seltjarnarnesi með því að skapa yngstu nemendunum öruggan og notalegan samastað, síðdegis að skóla loknum, þar sem þeir geta sótt ýmis námskeið, fengið aðstoð við heimanám og leikið sér í frjálsum leik. Góð samvinna er við Íþróttafélagið Gróttu, Tónlistarskólann og aðrar stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn.

Opnunartími

Skólaskjólið er opið frá kl. 13:30-17:00 alla virka daga. Opið er á sumum skipulagsdögum kennara, foreldradögum og í vetrarfríum frá kl. 8:00-17:00. Í jóla- og páskafríum barnanna er Skólaskjólið opið alla virka daga frá kl. 8:00-17:00. Lokað er á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag, einnig þann dag sem jólaskemmtun barnanna er haldin. Foreldrar þurfa að skrá börn sín sérstaklega þessa daga og greiða aukalega fyrir þann tíma sem barnið er umfram það sem kveðið er á um í dvalarsamningi. Skólaskjólið opnar á fyrsta skóladegi eftir skólasetningardag og seinasti dagurinn sem Skjólið er opið er dagurinn fyrir skólaslit.

Innritun

Foreldrar innrita börn sín rafrænt á „Mínum síðum“ að vori á sama tíma og innritun 6 ára barna fer fram. Gerður er skriflegur dvalarsamningur fyrir eina önn í senn. Segja þarf dvalarsamningi upp með mánaðar fyrirvara. Mikilvægt er að reglur um innritun og dvalarsamninga séu virtar. Til þess að tryggja öryggi barnanna verða allir hlutaðeigandi aðilar, þ.e. starfsmenn Skólaskjólsins, foreldrar og þeir sem standa fyrir íþrótta- og tómstundastarfi að vinna saman og gæta þess að upplýsingastreymi milli aðila sé gott.

Gjaldskrá Skólaskjóls


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: