Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Grunnskóli

Grunnskóli Seltjarnarness

Skólastjóri: Kristjana Hrafnsdóttir
Aðstoðarskólastjórar:  Helga Kristín Gunnarsdóttir, Laufey Kristjánsdóttir

Sími: 5959 200
Netfang: grunnskoli@grunnskoli.is
Veffang: http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/
Staðsetning: við Skólabraut, 170 Seltjarnarnes
Skólaskjól 5959 215
Skrifstofa skólans er opin alla skóladaga frá kl. 8:00 - 16:00

Á Seltjarnarnesi er rekinn einn heildstæður grunnskóli, Grunnskóli Seltjarnarness fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla 1. ágúst 2004. Mýrarhúsaskóli tók til starfa árið 1875 og er einn af fimm elstu skólum landsins, en Valhúsaskóli var stofnaður 1974.

Skólastarf fer fram í báðum skólahúsunum og eru nemendur í 1.-6. bekk í Mýrarhúsaskóla en nemendur í 7.-10. bekk í Valhúsaskóla. Nemendur í grunnskólanum eru um 500. Skóladagurinn hefst kl. 8:10 en skóladagur nemenda er mislangur sbr. Aðalnámskrá grunnskóla. Mötuneyti eru starfrækt í báðum skólahúsunum.

Nemendum í 1.-4. bekk gefst kostur á dvöl í Skólaskjóli eftir að skóla lýkur á daginn. Hlutverk Skólaskjólsins er að mæta þörfum fjölskyldna á Seltjarnarnesi með því að skapa yngstu nemendunum öruggan og notalegan samastað, síðdegis. Þar geta nemendur sótt ýmis námskeið, fengið aðstoð við heimanám og leikið sér. Lögð er áhersla á að flétta saman í samvinnu við aðrar stofnanir, íþróttaæfingar, tómstundastarf, fræðsluverkefni og tónlistarnám ásamt næringu og hvíld. Skólaskjólið er staðsett í skólahúsi Mýrarhúsaskóla.

Góð samvinna er milli Tónlistarskóla Seltjarnarness og grunnskólans. Nemendur stunda tónlistarnám á skólatíma ef svo ber undir, auk þess sem yngstu nemendurnir eiga kost á forskólanámi í tónlist í skólanum.

Mýrarhúsaskóli Valhúsaskóli


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: