Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Leikskóli

Leikskóli Seltjarnarness

Leikskólastjóri: Soffía Guðmundsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Margrét Gísladóttir

Sími: 5959 280 (Mánabrekka) 5959 290 (Sólbrekka)
Veffang: http://leikskoli.seltjarnarnes.is/  
Staðsetning: við Suðurströnd, 170 Seltjarnarnes

Mánabrekka Sólbrekka

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining undir stjórn eins leikskólastjóra en leikskólinn varð til við sameiningu leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku 1. júlí 2010.Leikskólinn starfar á fjórum starfstöðvum: Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku sem standa á sömu lóð við Suðurströnd og leikskóladeildinni Holti í Seltjarnarneskirkju.Leikskólinn heyrir undir skólanefnd bæjarins og er fræðslustjóri yfirmaður leikskólans. Í leikskólanum eru nemendur á aldrinum tveggja til sex ára og er miðað við að öll börn komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða tveggja ára. Skólinn er opinn frá kl. 7:45 - 16:30 og boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma. Leikskólinn er lokaður í 5 daga á ári vegna skipulags- og námskeiðsdaga. Lokað er á aðfangadag og gamlársdag. Á sumrin er lokað vegna sumarleyfa í 20 daga (4 vikur).

Heimasíða Leikskóla Seltjarnarness: http://leikskoli.seltjarnarnes.is

Lög, reglugerð og Aðalnámskrá leikskóla

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og ber að skilgreina hann sem slíkan. Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um starfsumhverfi leikskóla nr. 655/2009 og Aðalnámskrá leikskóla útgefin af menntamálaráðuneytinu 2011. Aðalnámskráin er fagleg stefnumótun um uppeldi og menntun leikskólabarna og setur leikskólum þær skyldur að þeir móti sína eigin skólanámskrá á grundvelli hennar.

Skólanámskrá

Leikskólar Seltjarnarness gáfu út sínar fyrstu skólanámskrár árið 2000. Námskrár leikskólanna gera grein fyrir innra starfi skólanna, starfsháttum, stefnu og skipulagi skólastarfsins. 
Hugmyndafræði leikskóla: Leikurinn er leiðandi hugtak í leikskólastarfinu. Börn á leikskólaaldri læra og þroskast mest og best í leik, leikurinn er því hornsteinn leikskólastarfsins, hann er námsleið barnsins og hann er jafnframt helsta kennsluaðferð leikskólakennarans.
Í Leikskóla Seltjarnarness fer uppeldi og menntun leikskólabarnanna fram í vel skipulögðu umhverfi, með góðum og vönduðum búnaði þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín í samvinnu og samstarfi með öðrum börnum.

Samstarf við aðra

Gott samstarf er við Tónlistarskóla Seltjarnarness og kemur tónlistarkennari þaðan einu sinni í viku. Samstarf við Grunnskóla Seltjarnarness hefur aukist ár frá ári og er unnið markvisst að auknum tengslum á milli skólastiga.

Leikskólagjöld ákvarðast af dvalartíma barnins í leikskólanum og hjúskaparstöðu foreldra, sjá gjaldskrá leikskóla.

Umsókn um leikskóla

Sækja þarf um leikskóladvöl fyrir 31. mars árið sem leikskóladvöl á að hefjast  í gegnum Mínar síður og er barninu úthlutað leikskóladvöl eftir aldri þess (kennitölu). Þegar barnið byrjar leikskólagöngu sína undirrita foreldrar sérstakan dvalarsamning sem tekur mið af innritunarreglum í leikskóla Seltjarnarness. Leikskólinn er opinn frá kl. 7:45 til 16:30. Boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma.


Information for parents on preschool and other day-care service for children in Seltjarnarnes

Informacje o przedszkolv
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: