Sumarnámskeið Seltjarnarnesbæjar, Gróttu og Nesklúbbsins sumarið 2020

Upplýsingar um sumarnámskeið barna sem verða í boði á Seltjarnarnesi sumarið 2020.

Sumarstarfið verður með hefðbundu sniði og verður gott framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og ungmenni  á aldrinum 6 -18 ára á Seltjarnarnesi, líkt og undanfarin ár.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 

  • Leikjanámskeið (fyrir börn fædd 2013 og 2012)
  • Ævintýranámskeið (fyrir börn fædd 2011 og 2010)
  • Survivor-námskeið (fyrir börn fædd 2009 – 2007)
  • Smíðavöllur (fyrir börn fædd 2011 og eldri)Leikjanámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2013 og 2012


Á leikjanámskeiðunum verður efniviðurinn sóttur í nær umhverfið og börnin æfa sig í að umgangast dýr og menn á Seltjarnarnesinu. Börnin á námskeiðum munu fara í sundferðir og skoðunarferðir. Áhersla verður lögð á útileiki og skapandi vinnu með börnunum.

Öll námskeið sumarsins verða þematengd þannig mun hvert námskeið verða ólíkt því næsta. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 - 16:00, en boðið er upp á viðveru frá klukkan 8:00 - 9:00 og 16:00 -17:00. Sækja þarf sérstaklega um þá þjónustu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. 

Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla. 

Börn á leikjanámskeiðiNámskeiðin verða sem hér segir:

11. júní - 19. júní  Síðasti dagur skráningar er 4. júní

22. júní - 03. júlí  Síðasti dagur skráningar er 15. júní.

6. júlí - 17. júlí  Síðasti dagur skráningar er 29. júní.

10. ágúst – 21. ágúst  ATH. Síðasti dagur skráningar er 17. júlí

Hægt er að velja heilan eða hálfan dag.
Verð kr. 14.000 allur dagurinn (9:00-16:00, miðað við 10 daga).
Verð kr. 7.700 hálfur dagurinn  (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga). 


Mæting: Valhúsaskóla

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 


Ævintýranámskeið fyrir börn sem eru fædd árin 2011 og 2010


Á ævintýranámskeiðunum munu verður lögð áhersla á hópefli, leiki, útiveru og ævintýri. Börnin fá tækifæri til takast á við skapandi verkefni á borð við tónlist, leiklist og myndlist. Þátttakendur munu fara í vettvagnsferðir á áhugaverða staði og sundferðir sem svíkja engan.

Öll námskeið sumarsins verða þematengd þannig mun hvert námskeið verða ólíkt því næsta. Skipulögð dagskrá er frá klukkan 9:00 - 16:00, en boðið er upp á Viðveru frá klukkan 8:00 - 9:00 og 16:00 -17:00. Sækja þarf sérstaklega um þá þjónustu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér kjarngott nesti, sundföt, hlífðarfatnað og annan fatnað er hæfir veðri og viðburðum hverju sinni. 

Það eru vandaðir leiðbeinendur á námskeiðunum auk aðstoðarfólks frá vinnuskóla.

Börn á ævintýranámskeiðiNámskeiðin verða sem hér segir:

11. júní - 19. júní  Síðasti dagur skráningar er 4. júní

22. júní - 03. júlí  Síðasti dagur skráningar er 15. júní.

6. júlí - 17. júlí  Síðasti dagur skráningar er 29. júní.

10. ágúst – 21. ágúst  ATH. Síðasti dagur skráningar er 17. júlí


Hægt er að velja heilan eða hálfan dag.
Verð kr.  14.000 allur dagurinn (9:00-16:00 miðað við 10 daga).
Verð kr. 7.700 hálfur dagurinn  (9:00-12:00 eða 13:00-16:00, miðað við 10 daga).

Mæting: Valhúsaskóli

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 


Survivor–námskeið

Survivor-námskeið fyrir börn fædd 2009 – 2007 verður haldið á vegum Seltjarnarnesbæjar. 

Börn á Surviviornámskeiði11. júní - 19. júní  Síðasti dagur skráningar er 4. júní .

22. júní - 03. júlí  Síðasti dagur skráningar er 15. júní.

6. júlí - 17. júlí  Síðasti dagur skráningar er 29. júní.

Survivor þema verður á námskeiðinu. Það verða búnir til tveir ættbálkar sem taka þátt í ýmsum þrautum.


Mæting: Frístundaheimilið Skjólið

Á námskeiðunum verður einnig farið í bátsferð, hjólreiðaferð, sund og íþróttir auk þess sem gist verður í tjaldi/skála yfir eina nótt.

Dagskrá námskeiðsins er frá klukkan 10:00-13:00 og þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og hlýjan fatnað.

Verð kr. 8.000 miðað við 10 daga.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 

 

Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 20 börn  

                                                                                                                                                                              

Smíðavöllur


SmíðavöllurÍ sumar verður starfræktur smíðavöllur á vegum bæjarins fyrir börn fædd 2011 og eldri.

Völlurinn verður staðsettur við Valhúsaskóla og er starfræktur í  júní en völlurinn er opinn frá kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00 daglega. 

Smíðavöllurinn hefst fimmtudaginn 11. júní og er tímabilið til 3. júlí Verð kr. 8.000

Mæting: Valhúsaskóli

Ath! Þátttakendur eru á eigin vegum og geta því komið og farið að vild. Innifalið í verði er efniviður, naglar og verkfæri ásamt aðstoð frá leiðbeinanda.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 
Handboltanámskeið Gróttu 2020

Handboltaskóli Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga. 

Í sumar verður boðið upp á handboltaaskóla í þrjár vikur, þ.e. frá 6. – 23. ágúst. Í handboltaskólanum, sem er fyrir börn fædd 2009 - 2014, verður börnum skipt eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins. Farið verður í grunnatriði fyrir yngsta aldurshópinn og flóknari æfingar fyrir eldri hópa. 

Vandað verður til verka við val á þjálfurum og leiðbeinendum við skólann, líkt og undanfarin ár. Meðal þeirra sem koma að þjálfuninni eru leikmenn og þjálfarar handknattleiksdeildar. Umsjónarmaður námskeiðsins er Hákon Bridde, yfirþjálfari handknattleiksdeildar. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir á þessi námskeið.

Skólinn verður alla daga frá kl. 09:00 – 12:00, en boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:00 og að skóla loknum til kl. 13:00.

Handboltaskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur föstudaginn 23. ágúst.

Nemendur í Handboltaskóla Gróttu

Verð:

Vika 1 - kr. 5.200  (4. – 7. ágúst)

Vika 2 - kr. 6.500  (10. – 14. ágúst)

Vika 3 - kr. 6.500  (17. – 21. ágúst)

Ef allar vikur eru teknar kostar það kr. 16.000 kr

Handknattleiksdeild Gróttu verður einnig með sérstakan afreksskóla en hann er starfræktur frá, 4. - 21. ágúst fyrir iðkendur sem verða í 5. og 4.flokki næsta vetur (f. 2005-2008). 

Æfingar fara fram á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum kl. 12:30 - 14:00 og á fimmtudögum kl. 14:00 - 15:30. Í afreksskólanum verður að miklu leyti farið í flóknari tækniatriði en í handboltaskólanum og meiri afrekshugsun í fyrirrúmi.

Nemendur í Handboltaskóla Gróttu

Verð:

Vika 1  - kr. 3.750  (4. - 7. ágúst)

Vika 2 -  kr. 5.000  (10. - 14. ágúst)

Vika 3 -  kr. 5.000  (17. - 21. ágúst)

Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 11.500 kr

Afreksskólanum lýkur með grillveislu fyrir alla þátttakendur fimmtudaginn 23. ágúst.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 

               


Fimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2020

Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6 - 9 ára krakka (f.2011 - 2014) í sumar.

Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.

Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.

Umsjón með námskeiðunum hefur Vala Thoroddsen framkvæmdastjóri og þjálfari fimleikadeildarinnar.

leikjaskoli

Námskeiðin eru sem hér segir.

9. - 12. júní

15. – 19. júní

22. – 26. júní

29. – 3. júlí

6. – 10. júlí

13. – 17. júlí

4. – 7. ágúst

10. – 14. ágúst 

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka. 


Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra 
https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. Hópfimleikanámskeið fyrir 10 til 12 ára stelpur

Sumarið 2020

Fimleikadeildin verður með hópfimleikanámskeið fyrir stelpur á aldrinum 10 til 12 ára  (f. 2010 – 2008) í sumar.

Námskeiðin verða ýmist frá kl 08:30 til 11:30 og 12:00 til 15:00 frá mánudegi til föstudags

Lagt verður áhersla í undirstöðuatriðum í hópfimleikum og stelpurnar æfa sig í dansi, dýnustökkum og æfingum á trampólíni.

Umsjón með námskeiðunum hefur Eva Katrín Friðgeirsdóttir, íþróttafræðingur og yfirþjálfari Fimleikadeildar Gróttu


Námskeiðin verða sem hér segir.

Hópfimleika námskeið

Stelpur fæddar 2010 - 2008

8. – 12. júní: 08:30 - 11:30

styrk

15. -19. júní: 12:00 - 15:00

22. – 26. júní: 08:30 - 11:30

29. – 3. júlí: 12:00 - 15:00

 

Stelpur fæddar 2011-2008

4. - 7. ágúst: 08:30-11:30

10. – 14. ágúst: 12:00-15:00

 

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 10.000 kr.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka. 


Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra 
https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. Stökk og Styrkur fyrir stráka fæddir 2011 – 2006 


Sumarið 2020

Fimleikadeildin verður stökkfimisnámskeið fyrir 8 til 14 ára  stráka (f. 2011 – 2006) í sumar.  Á námskeiðinu læra þátttakendur á stór trampólín og annarskonar fimleika kúnstir. Einnig verður lögð áhersla á samhæfingu, snerpu, styrk og liðleika.  

Námskeiðin verða frá kl 15:00 – 16:30 frá mánudegi til fimmtudags.

styrk

Umsjón með námskeiðunum hefur Sindri Diego og Viktor Elí Tryggvason.

Námskeiðin eru sem hér segir.

Styrkur og stökk:

Strákar 2011 – 2006

 Mán - fimt

15:00 - 16:30 8. - 11. júní

15:00 - 16:30 22. - 25. júní

Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (4 daga) er 7.500 kr.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Jafnframt áskilur fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeiðið náist ekki næg þátttaka. 


Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra 
https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 


Knattspyrnuskóli

-fyrir krakka fædda 2010 til 2014*

Allir eru velkomnir í Knattspyrnuskóla Gróttu, jafnt iðkendur sem hafa æft lengi sem og krakkar sem hafa áhuga á að prófa fótbolta í fyrsta skipti. Knattspyrnuskólinn hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár. 

Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á Vivaldivellinum við Suðurströnd frá 09:00 – 12:00 alla virka daga frá skólalokum til verslunarmannahelgar. Tekið er á móti börnunum frá 08:00 og verða börn fædd 2014 sótt í leikskólann og þeim fylgt til baka að námskeiði loknu. 

Skólastjóri knattspyrnuskólans verður Jórunn María Þorsteinsdóttir Bachmann, verkefnastjóri knattspyrnudeildarinnar, leikmaður meistaraflokks kvenna og þjálfari 7. fl. kvk ásamt góðu föruneyti þjálfara og unglinga. Lögð verður áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar og verður ýmislegt til gamans gert á öllum námskeiðunum.

Námskeið 1   10. júní – 19. júní   kr. 5.530

Námskeið 2   22. júní – 3. júlí    kr. 7.900

Námskeið 3   6. júlí – 17. júlí   kr. 7.900

Knattspyrnuskoli

Námskeið 4    20. júlí – 31. júlí kr. 7.900

* Börn fædd 2014 sótt í leikskólann

Athugið! Líkt og árið 2019 verða æfingar hjá 7. flokki beint á eftir knattspyrnuskólanum eða kl. 12:00. Krakkar sem eru á leikjanámskeiði eftir hádegi munu að sjálfsögðu fá að fara fyrr af æfingunni.

Innritun á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/ en upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, http://www.grotta/%C2%A0%C2%A0(Opnast%20%C3%AD%20n%C3%BDjum%20vafraglugga) eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið gullijons@grotta.is og jonap@seltjarnarnes.is. Opnað verður fyrir skráningu 6. maí. 

Aukaþjónusta

Sumarnámskeið fyrir 4. og 5.fl. kvenna og karla (börn fædd 2006 til 2009)


Námskeið 1: Styrktarnámskeið undir stjórn Þórs Sigurðssonar 10-19. júní. 6.900 kr. 

Miðvikudag 10. júní, föstudag 12. júní, mánudag 15. júní og föstudaginn 19. júní. 

Þór Sigurðsson er íþróttafræðingur frá HR ásamt því að vera með MsC í styrktar- og úthaldsþjálfun frá UCAM háskóla í Murcia á Spáni. Þór er yfirstyrktarþjálfari Gróttu og hefur starfað hjá félaginu síðan 2017. Hann hefur þjálfað karla- og kvennamegin í handbolat og fótbolta við góðan orðstír. Hjá knattspyrnudeildinni þjálfar Þór meistaraflokk karla og kvenna ásamt 2. og 3. fl. karla. Hann rekur einnig Kraftstöðina sem er styrktar- og einkaþjálfunarstöð.


Námskeið 2: Hlaupatækninámskeið undir stjórn Brynjars Gunnarssonar 22.-3. júlí. 6.900 kr. 

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:30

Brynjar Gunnarsson er íþróttafræðingur frá HR, spretthlaups þjálfari og yfirþjálfari yngriflokka hjá ÍR. Hann þjálfar meðal annars Íslandsmeistara karla og kvenna í 100m og 200m hlaupum. Einnig þjálfar hann Guðbjörgu Jónu Ólympiumeistara ungmenna í 200m hlaupi. Þess utan er hann styrktar og snerpu þjálfari Afrekssviðs Borgarholtsskóla og hjálpar þar fjölda ungmenna úr allskyns íþróttum að bæta snerpu, styrk og hraða.

 

Námskeið 3: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 6.-10. júlí. 10.000 kr.

Pétur Rögnvaldsson hefur verið þjálfari í knattspyrnudeildinni í mörg ár og er flestum hnútum kunnugur. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og bættist nýverið við í þjálfarateymi 4. flokks karla. Pétur er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og UEFA-B þjálfaragráðu.


Námskeið 4: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 13.-17. júlí 10.000 kr.

Ef keyptar eru báðar vikurnar í knattspyrnuakademíunni kostar hún 16.500 kr.

 

Námskeið 5: 20.-31. júlí, auglýst nánar síðar. 

 

Öll námskeiðin fara fram á Vivaldivellinum. Skráning er hafin á grotta.felog.is en takmarkaður fjöldi kemst að á hlaupa- og styrktarnámskeiðin.


Golfklúbbur Ness 2020

Nesklúbburinn býður upp á golfleikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-14 ára, óháð því hvort að þau séu í klúbbnum eða ekki. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, helstu golfreglur, framkomu og umgengni á golfvelli.

Æskilegt er að þeir krakkar sem eiga kylfur taki þær með sér og noti á námskeiðunum. Klúbburinn lánar þó kylfur fyrir þá sem ekki eiga án endurgjalds.

Hvert námskeið er í viku í senn og fara þau fram vikurnar 8. júní - 24. júlí.

Hámarksfjöldi á hvert námskeið eru 20 krakkar. Aldurstakmark á námskeiðin er 8 ár.

Yfirumsjón með námskeiðunum er í höndum Matthildar Maríu Rafnsdóttir og með henni eru sex leiðbeinendur á hverju námskeiði.Golf

Námskeið 2020
Námskeið 1. 10. - 12. júní kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 2. 15. - 19. júní kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 3. 22. - 26. júní kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 4. 6. - 10. júlí kl. 09.00 - 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 5. 13. - 17. júlí (strákar og stelpur)
Námskeið 6. 20. - 24. júlí (strákar og stelpur)

Aldurstakmark er 8 ár og verð pr. námskeið kr. 14.500.-

* Fyrsta námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. júní og verður eingöngu í þrjá daga og er þátttöku

Innifalið í gjaldinu er nestispakki sem inniheldur hvern dag:
Rúnstykki með skinku og osti, svali og ávextir.

Skráning hefst mánudaginn 11. maí kl. 09.00 og er eingöngu í síma 561-1930.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Nesklúbbsins í síma: 561-1930


Vinnuskólinn

Hjá Vinnuskóla Seltjarnarness sumarið 2020 eru unglingar 14-17 ára, fæddir árið 2003 til 2006.

Vinnan felst í umhirðu á gróðurbeðum bæjarins, málun leiktækja, slætti, gróðursetningu sumarblóma, aðstoð inn á stofnunum bæjarins, aðstoð við leikjanámskeið, aðstoð við sundnámskeið ofl.

Starfstími Vinnuskólans er 7 vikur, frá 15. júní til 23. júlí 2020.

Vinnuskóli

Nánari upplýsingar á heimasíðu Smellið hér

Vinnuskólinn er settur fimmtudaginn 11. júní n.k. í sal Valhúsaskóla kl. 11:00, hjá 14-16 ára en hjá 17 ára sama dag kl. 13:30 á Vallarbrautavelli.

Unglingar fæddir 2005 og 2006 fá vinnu við hreinsunar- og garðyrkjustörf 3,5 tíma á dag 4. daga í viku, mánudaga til fimmtudags.

  • Unglingar fæddir 2005 mæta 8:30 til 12:00
  • Unglingar fæddir 2006 mæta 13:00 til 16:30,
  • Unglingar fæddir 2003 og 2004 eiga kost á vinnu 7 tíma á dag 4 daga í viku frá 8:30 til 16:30.

Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður og er öll notkun tóbaks óheimil. Brot á þeirri reglu varðar brottrekstri.Bókasafnið 

Bókasafn

Sumarlestur  á Bókasafni Seltjarnarness 2020

Sumarlestur fyrir grunnskólabörn verður á bókasafninu í sumar. Verkefnið hefst þriðjudaginn 26. maí og stendur til fimmtudagsins 3. september.  Hægt er að byrja hvenær sem er, en skráning fer fram þegar mætt er í fyrsta sinn.

Allt sem þarf að gera er að skrá lesnar bækur á lestrarblöð.  Þar á að tiltaka titil bókar, blaðsíðufjölda og skrifa stutta umsögn um bókina.  Eftir hverja lesna bók fá allir broskarl og stimpil bókasafnsins.  Sumarlestur hefur það að markmiði að viðhalda og auka lestrarfærni barna. 

 

Allir sem taka þátt í sumarlestri eru með í föstudagsverðlaunum og verða fjögur verðlaun dregin út alla föstudaga í sumar.

Uppskeruhátíð sumarlesturs verður svo haldin í september.  Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur og boðið upp á óvæntar uppákomur.

Afgreiðslutími bókasafnsins er mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-19:00,  föstudaga kl. 10:00 - 17:00 og laugardaga frá 11:00 - 14:00.  Eiðistorg  2. hæð. Sími 595917

Heimasíða: www.seltjarnarnes.is/bokasafn
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: