Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Seltjarnarness

Tónlistarskólinn

Skólastjóri: Kári Húnfjörð Einarsson

Sími: 5959 235 fax: 5959 176
Netfang: tonlistarskolinn@seltjarnarnes.is
Veffang: http://tonlistarskoli.seltjarnarnes.is/
Staðsetning:
við Skólabraut, 170 Seltjarnarnes
Skrifstofa skólans er opin alla skóladaga frá kl. 8:00 - 16:00

Tónlistarskóli Seltjarnarness hóf starfsemi 1974. Nemendur skólans eru rúmlega 220. Frá 1998 hefur öllum 6 ára nemendum Grunnskóla Seltjarnarness verið boðin forskólakennsla, þeim að kostnaðarlausu. Kennslan fer fram á hefðbundnum skólatíma og megináhersla er lögð á þjálfun söngs og takts. Hverri bekkjardeild er skipt í tvo hópa en kennslan fer fram í skólahúsi Mýrarhúsaskóla. Tónlistarskólinn sér um tónlistarkennslu í leikskólunum fyrir 4 og 5 ára börn einu sinni í viku.

Haustið 2004 var skólinn stækkaður umtalsvert. Með stækkuninni var vinnuaðstaða bæði kennara og nemenda stórlega bætt.

Tónlistarskólinn hefur í samvinnu við Bókasafn Seltjarnarness komið upp myndarlegu geisladiskasafni, sem er í vörslu bókasafnsins.

Góð samvinna er milli Tónlistarskóla Seltjarnarness og grunnskólans. Nemendur stunda tónlistarnám á skólatíma ef svo ber undir auk þess sem yngstu nemendurnir eiga kost á forskólanámi í tónlist í skólanum.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: