Umhverfi og skipulag

Bygginga- og umhverfissvið fer með skipulags- umhverfis- og byggingarmál.

Bygginga- og umhverfissvið fer með skipulags-, umhverfis- og byggingarmál. Það hefur umsjón með öllum framkvæmdum á vegum bæjarins, byggingareftirlit, brunavörnum, viðhaldi á fasteignum bæjarins, gatna-, vatns- og fráveitukerfum, garðyrkju, vinnuskóla og umhverfismálum. Bygginga- og umhverfissviðið fer einnig með málefni áhaldahúss, smábátahafnar og landsupplýsingakerfis.

Í þjónustuveri bæjarskrifstofu, Austurströnd 2 eru afgreiddar allar rafmagns- bygginga- og verkfræðiteikningar húsa í bænum. Þar liggja umsóknareyðublöð vegna byggingaframkvæmda og uppáskrifta iðnmeistara og móttekin gögn til byggingarfulltrúa og byggingar- og skipulagsnefndar.

Vigtalstímar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurströnd 2, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9:00-11:00

Símatímar skipulags- og byggingarfulltrúa eru alla alla virka daga nema föstudaga 11:00-12:00. sími: 5959 100

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: