Byggingarmál
Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með byggingu allra húsa og mannvirkja í umdæmi bæjarins, gefur út byggingarleyfi og annast fasteignaskráningu og lóðaskrá og reiknar út stærðir fasteigna. Hann annast álagningu fasteigna- og gatnagerðargjalda og annarra byggingarleyfisgjalda. Hann innir af hendi umfangsmikla upplýsingamiðlun til almennings
Byggingarfulltrúi fjallar um byggingarleyfisumsóknir sem berast og ályktar um úrlausn þeirra til skipulags- og umferðarnefndar/bæjarstjórnar. Einnig ber honum að hafa eftirlit með því að byggt sé í samræmi við gildandi skipulag, samkv. skipulagslög nr. 123/2010. Byggingarfulltrúi annast m.a. úttektir og eftirlit með byggingarframkvæmdum og að farið sé eftir byggingarreglugerð og sér um lóðaskráningu og skráningu fasteignamats samkv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Síma- og viðtalstímar byggingarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 11:00 til 12:00.
Netfang: byggingarfulltrui@seltjarnarnes.is
Byggingateikningar húsa er hægt að nálgast á Kortasjá bæjarins
Hægt er að nálgast gögn s.s. umsóknir, eyðublöð og afgreiðslu beiðna hjá þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar eða á heimasíðu bæjarins. http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/umsoknir-og-eydublod/