Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fráveitur

Fráveita Seltjarnarnesbæjar.


Tvöfalt fráveitukerfi er í Kolbeinsstaðamýri, Hrólfsskálavör og Steinavör og verður lagt í ný hverfi bæjarins, en einfalt kerfi er eldri hverfunum. Stofnlagnir regnvatns eru lagðar í útræsi til sjávar en skólpi veitt að hreinsistöð.

Byggðar hafa verið dælustöðvar og lögð sniðræsi meðfram ströndinni á norðan- og sunnanverðu Seltjarnarnesi. Hér er um framkvæmdir að ræða, sem unnið hefur verið að í áföngum undanfarin ár.
Í samvinnu við Reykjavíkurborg, Kópavog og Garðabæ var byggð hreinsi- og dælustöð við Ánanaust sem tekin var í notkun í ársbyrjun 1998. Skólpið er þar hreinsað og síðan dælt frá Mýrargötu út fyrir Akurey í sameiginlegri lögn Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs og Garðabæjar.

Búið er að tengja fráveitukerfi norðanmegin af Seltjarnarnesi við stöðina. Eftir föngum er stefnt að því að tengja allt frárennsli Seltjarnarnesbæjar í sniðræsi og leiða það að dælustöðvum sem dæla því til hreinsistöðvar við Ánanaust.

Fráveita bæjarins er í umsjá Bygginga- og umhverfissviðs og Áhaldahús Seltjarnarness sér um daglegan rekstur og viðhald.


 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: