Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Vatnsveita

Vatnsveita Seltjarnarnesbæjar.


Seltjarnarnesbær kaupir kalt vatn samkvæmt samkomulagi frá 13.júlí 1995 í heildsölu af Orkuveitan Reykjavíkur og dreifir því til notenda á Seltjarnarnesi. Orkuveitan aflar kalds vatns úr borholum í Heiðmörk og afhendir vatnið við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur. Árið 1999 varð Vatnsveita Reykjavíkur fyrsta vatnsveita Norðurlanda til að hljóta vottun skv. ISO-9001 staðlinum.

Árið 1982 varð sú breyting á endurgjaldi Seltjarnarness fyrir vatnsafnot úr vatnsveitu Reykjavíkur að greitt var fyrir notkun eftir mæli í stað þess að greiða ákveðið hlutfall álags vatnsskatts. Féll þá úr gildi eldra samkomulag frá 1950 milli Reykjavíkurborgar og Vatnsveitufélags Seltirninga um endurgjald fyrir vatnsnotkun.

Vatnsveita Seltjarnarness fullnægir vatnsþörf viðskiptavina sinna og tryggir nægjanlegt vatn til slökkvistarfa. Áhersla er lögð á gæði, magn og afhendingaröryggi vatnsins. Árið 2002 veitti Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Vatnsveitunni viðurkenningu á innra eftirliti og gaf út starfsleyfi samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og einnig laga um matvæli og reglugerðar um neysluvatn.

Vatnsveita Seltjarnarness er í umsjá Bygginga- og umhverfissviðs og Áhaldahús Seltjarnarness sér um daglegan rekstur og viðhald.


 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: