Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Vinnuskóli

Vinnuskóli Seltjarnarness

Flokkstjórar við störf
Vinnuskóli Seltjarnarness er fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára. Markmið Vinnuskólans er að efla félagsleg tengsl og gagnkvæma virðingu ásamt því að kenna unglingunum til verka og undirbúa þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Skólinn er starfræktur frá byrjun júní til júlíloka.

Verkefni Vinnuskólans snúa mest að fegrun og hreinsun á Seltjarnarnesinu. Þau verkefni eru sláttur og hirðing grænna svæða, hreinsun blómabeða, málun leiktækja og götuhreinsun.

Gott félagslíf er í vinnuskólanum.

Yfirumsjón með skólanum hefur Steinunn Árnadóttir. Netfang: steinunn@seltjarnarnes.is

Nánari upplýsingar um starfsemi vinnuskólans

 
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: