Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Upplýsingar um sumarstörf

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2019 fyrir 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2019.  

Laun starfsmanna í sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ eru samkvæmt kjarasamningum Eflingar

Miðað er við að 18 ára og eldri fái vinnu í 8 vikur.

Skilyrði fyrir ráðningu er að eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.

Ráðningavefur - Sumarstörf 2019


Verkamaður í Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöðin auglýsir eftir almennum verkamönnum í sumarstörf.
Unnið er 4 daga vikunnar frá kl. 8.00-16:00. Ekki er unnið á föstudögum.
Miðað er við 9 vikna tímabil  á tímabilinu  13. maí til 22. ágúst. 

Starfssvið:

Um er að ræða vinnu utandyra. 

 • Í starfinu felst að vinna við ýmis verkamanna og garðyrkjustörf 

 • Aðstoð við ýmsar verklegar viðhalds og nýframkvæmdir
 • Sláttur á opnum svæðum bæjarins.

Reynsla og hæfniskröfur:

 • Aldurstakmörk umsækjenda eru 18 ára eða eldri (fæddir 2001 eða fyrr).
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Samviskusemi og stundvísi.

Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar 

Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk

Nánari upplýsingar:
Steinunn Árnadóttir
Netfang: steinunn@seltjarnarnes.is
Sími 8229 111


Flokkstjórar í Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð auglýsir eftir flokkstjórum í sumarstörf.

Vinnutími er frá kl. 08:00 til 17:00, mánudaga til fimmtudaga og 8:00 til 13:00 á föstudögum. 
Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá 13. maí og til 23.ágúst.

Starfssvið:

Um er að ræða vinnu utandyra

 • Eftirlit og vinna með ungmennum á aldrinum 18 ára og eldri við ýmis verkamanna- og garðyrkjustörf
 • Flokkstjóri ber ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýrir verkefnum á verkstað og ber ábyrgð á viðveruskráningu fyrir hópinn.  

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri (fæddir 1999 eða fyrr).
 • Flokkstjóri skal vera stundvís, hafa frumkvæði, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með samskipti

Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar 

Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.

Nánari upplýsingar:
Steinunn Árnadóttir
Netfang: steinunn@seltjarnarnes.is
Sími 5959 185, 8229 111


Flokkstjórar vinnuskóla

Auglýst er eftir flokkstjórum í vinnuskóla.

Vinnutími er frá kl. 08:00 til 17:00, mánudaga til fimmtudaga og 8:00 til 13:00 á föstudögum.  Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá 13. maí og til 23.ágúst.

Starfssvið

 • Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 17 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl.
 • Leiðsögn , hópefli og hvatning til góðra verka
 • Tómstunda -og forvarnastarf að hluta
 • Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni.

Reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 1999 eða fyrr)

 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi
Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar 
Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.

Nánari upplýsingar:
Steinunn Árnadóttir
Netfang: steinunn@seltjarnarnes.is
Sími: 8229 111

Flokkstjóri leikjanámskeiða.

Vinnutímabil er 3. júní – 23. ágúst.

Auglýst er eftir flokkstjóra í leikja- og fræðslunámskeiðum.

Vinnutími er frá kl. 08:00 til 17:00, mánudaga til föstudaga 

Starfssvið:

 •  Í starfinu felst skipulagning og stýring á barnahópum  á aldrinum 6 til 13 ára .
 •  Leiðsögn og hópefli.
 • Tómstunda -og forvarnastarf.

Reynsla og hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri (fædd 1999 eða fyrr.)
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar.

Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.

Nánari upplýsingar:

Margrét Sigurðardóttir
Sími: 5959 178

Flokksstjórar smíðavalla

Verkefni: Umsjón og aðstoð við börn á námskeiði smíðavallar

Vinnutímabil er 3. júní – 23. ágúst.

Starfssvið:

 •  Í starfinu felst skipulagning og stýring á barnahópum  á aldrinum 6 til 13 ára .
 •  Leiðsögn og hópefli.
 • Tómstunda -og forvarnastarf

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi.
 • Laun samkvæmt kjarasamningi Eflingar.

  Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.


Nánari upplýsingar:

Margrét Sigurðardóttir
Sími: 5959 178

Skapandi sumarstörf

Ungt fólk á aldrinum 17-24 ára (1995-2002) geta sótt um vinnu við skapandi sumarstörf á vegum Seltjarnarnesbæjar.

Hópnum eða einstaklingum býðst að starfa á tímabilinu 1. júní til 31. júlí 2019, hámark 8 vikur (28 klst. á viku) við framkvæmd hugmynda sinna.

Í umsókninni þarf einnig að koma fram (fylgiskjal):

 • Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum
 • Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
 • Fjárhagsáætlun.
 • Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina einn sem tengilið verkefnisins.
 • Þættir sem hafðir eru til hliðsjónar við verkefnaval:
 • Markmið, verkáætlun og framkvæmd
 • Frumleiki hugmyndarinnar
 • Samfélagsleg vídd verkefnisins
 • Reynsla umsækjenda

Það eru nokkuð föst verkefni innan Seltjarnarnesbæjar sem að listahópurinn tekur þátt í fyrir utan sjálfstæð verkefni. Má þar nefna:

 • Nikkuball fyrir bæjarbúa í umsjón Ungmennaráðs Seltjarnarness.
 • Atriði inn í dagskrá 17. júní hátíðarhöldin
 • Leikjanámskeið – listaatriði með og fyrir börn
 • Eldriborgarar – listaatriði og uppákomur
 • Smíðavallarhátíð – Atriði og uppákomur

Nánari upplýsingar:

Margrét Sigurðardóttir
Sími: 5959 178

Jafningafræðslan


Hópur ungs fólks
Jafningjafræðslan er skipuð hópi ungs fólks sem valið er úr fjölda umsókna með inntökuprófi og viðtali hvert sumar.  Ungmennin eru á aldrinum 17-21 árs, koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi og hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn og hæfileika.  Starfið er mjög krefjandi og fræðarar verða að vera vel í stakk búnir til að taka á móti fyrirspurnum af ýmsu tagi og þess vegna hljóta allir jafningjafræðarar þriggja vikna þjálfun áður en lagt er upp í fræðslu. Á undirbúningsnámskeiðinu fá fræðararnir fræðslu frá fagaðilum sem endurspeglar ungmennamenningu hvers tíma.  Ásamt því eru fræðarar þjálfaðir í raddbeitingu, framkomu og hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. Á undirbúningsnámskeiði Jafningjafræðslu Hins Hússins er meðal annars lögð mikil áhersla á almenna lýðheilsu, styrkingu sjálfsmyndar, neyslu áfengis-, tóbaks- og vímuefna, kynlíf og kynheilbrigði, líkamsvitund og virðingu, klám, réttindi ungs fólks, fíkn, geðheilsu og einelti svo eitthvað sé nefnt.

Fræðsla og vímulausar uppákomur
Jafningjafræðarar heimsækja félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum.  Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.

Sæktu um! umknarfrestur er til 4. mars.
Jafningjafræðsla Hins Hússins auglýsir eftir ábyrgu, metnaðarfullu og skemmtilegu ungu fólki í sumarstarf. Starfið er lifandi, krefjandi og skemmtilegt. Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og hafa góð áhrif út í samfélagið.
Á meðal verkefna Jafningjafræðslunnar er:
 • Fræðslustarf meðal ungs fólks
 • Vímulausar uppákomur
 • Greinaskrif
 • Vera jákvæð og góð fyrirmynd
Umskóknarfrestur er til 4. mars og umsóknum skal skilað á eftirfarandi slóð: http://reykjavik.is/sumarstorf?starf=00004308

Nánari upplýsingar:
Margrét Sigurðardóttir
Sími: 5959 178

Skrifstofur bæjarins, bæjarskrifstofan, félagsþjónustan

Starfstímabilið er frá júní til ágúst 2019.

Starfssvið

 • Í starfinu felast mismunandi verkefni í ýmsum deildum bæjarins.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
Gunnar Lúðvíksson
Netfang: gunnarlu@seltjarnarnes.is
Sími: 5959100.


Bæjarskrifstofur, skjalasafn

Starfstímabilið er frá júní til ágúst 2019.

Starfssvið

 • Frágangur og skilaskyldra pappírsgagna Seltjarnarnesbæjar til Þjóðskjalasafns.
 • Vinna við endurskoðun á skjalalykil og skjalavistunaráætlun
 • Verkefnið felur m.a í sér frágang og skráningu skilaskyldra gagna Seltjarnarnesbæjar samkvæmt kröfum Þjóðskjalasafns
 • Gerð áætlana og önnur sértæk verkefni tengd skjalavistun.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Menntun, þekking og/eða reynsla tengd bóka- og skjalasöfnum.
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
Ása Þórðardóttir, stjórnsýslustjóri
Netfang: asa@seltjarnarnes.is
Sími: 5959100.


Menningarsvið / Bókasafn Seltjarnarness

 Starfstímabilið er frá maí/júní til ágúst 2019.

Starfssvið:

 • Um er að ræða afgreiðslu og almenna þjónustu við gesti safnsins, uppröðun, frágang og umsýslu á safnkosti, skipulagningu og sértæk þrif auk og ýmissa tilfallandi verkefna.
 • Unnið er á vöktum þar sem að bókasafnið er opið sex daga vikunnar. Lokað er á sunnudögum.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri (fædd 1999 eða fyrr).
 • Jákvætt og glaðlegt viðmót, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. 
 • Frumkvæði, vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs.
Netfang: maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is
Sími: 5959100.


Menningarsvið / Ljósmyndasafn

Starfstímabilið er frá júní til ágúst 2019.

Starfssvið

 • Starfið felst í að skrá og færa inn stafrænt myndefni frá bæjarfélaginu og gera það aðgengilegt á heimasíðu bæjarins. 
 • Önnur tilfallandi verkefni á menningarsviði eftir þörfum

 Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri (fæddir 1999 eða fyrr).
 • Góð tölvukunnátta og sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs.
Netfang: maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.i
Sími: 5959100.


Leikskólar

Starfstímabilið er frá 15. maí til 18. ágúst , bæði fyrir og eftir sumarlokun  (sumarlokun 4 vikur í júlí).

Starfssvið:

Uppeldi og menntun barna og önnur leikskólastörf.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
Soffía Guðmundsdóttir
Netfang: soffia@nesid.is
Sími: 5959100.


Félagsþjónusta / Húsvarsla og fl. í íbúðum aldraðra


Starfssvið

 • Afleysing í mötuneyti og húsvörslu á Skólabraut og Eiðismýri  
 • Starfið felst í þrifum og minni háttar viðhaldi og umsjón með húsi, einnig vinnu í mötuneyti við móttöku og framreiðslu matar og frágang eftir mat,   

Hæfniskröfur:

 • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
Snorri Aðalsteinsson 
Netfang:
snorri@seltjarnarnes.is,  
Sími: 5959100.


Félagsþjónusta / Heimaþjónusta á heimilum einstaklinga


Starfssvið:

 • Heimaþjónusta, starf við þrif og aðstoð á heimilum einstaklinga.   

Hæfniskröfur:

 • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:
Snorri Aðalsteinsson 
Netfang:
snorri@seltjarnarnes.is
Sími: 5959100.


Félagsþjónusta / Aðstoð í dagdvöl aldraðra

Starfssvið:

 • Starfið felst í umönnun og aðstoð við aldraða í dagdvöl á Skólabraut 5   

Hæfniskröfur:

 • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:

Snorri Aðalsteinsson 

Netfang: snorri@seltjarnarnes.is

Sími: 5959100.


Félagsþjónusta - Aðstoð í þjónustumiðstöð aldraðra

Starfssvið:

 •   

Hæfniskröfur:

 • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Umsækjendur þurfa helst að vera í eldri kanntinum, hafa áhuga á störfunum og einhver reynsla skipti máli.
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:

Snorri Aðalsteinsson 

Netfang: snorri@seltjarnarnes.is

Sími: 5959100.


Félagsþjónusta / Aðstoð í þjónustu við fatlað fólk

Starfssvið:

Starfssvið:

 • Störfin felast í vinnu á búsetukjarnanum Sæbraut 2
 • Einnig vantar starfsfólk til að aðstoða fatlað folk á heimilum. 

Hæfniskröfur:

 • Mjög æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára (fædd 1999 eða fyrr).
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Nánari upplýsingar:

Snorri Aðalsteinsson 

Netfang: snorri@seltjarnarnes.is

Sími: 5959100.Sundlaug Seltjarnarness - Afleysingastörf

 1. Afleysingar tilfallandi vakta vegna leyfa eða veikinda.
Hér er ekki um fastar vaktir að ræða heldur vaktir sem fara fram í mörgum tilfellum með stuttum fyrirvara vegna veikinda, eða skyndileg leyfi starfsmanna.
Um er að ræða morgun- og kvöldvaktir bæði virka daga og um helgar.
Til þess að geta tekið að sér þessar vaktir þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi hæfniskröfur.

Hæfniskröfur:

 • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri (fædd 1999).
 • Athuga mikil samskipti við börn og unglinga.
 • Góð þjónustulund, og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði.
 • Tillitssemi, stundvísi, reglusemi og samviskusemi.

Allir umsækjendur þurfa að hafa tekið sérhæfð skyndihjálparnámskeið og sundpróf fyrir sundlaugarverði.

Námskeiðið og prófið fara fram í sundlauginni föstudaginn 17. maí kl. 8:00 - 16:00.

Hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu.


Prófatriði eru

 1. Þolsund, 600 m á innan við 21 mínútu (frjáls aðferð).
 2. Hraðsund, 25 m á 30 sek.
 3. Kafsund, 15 m.
 4. Björgunarsund í síðbuxum og síðerma peysu, 25 m með jafningja
 5. Björgun á óvirkum jafningja með björgunarsveig eða öðrum flotáhöldum, úr miðri laug að hliðarbakka, lyfta viðkomandi upp á bakka með aðstoð eins laugarvarðar.
 6. Sækja 3 hluti í dýpsta hluta laugar (á allt að 3,5 m dýpi). Synda 5 m á yfirborði, kafa niður eftir hlut, hlutnum skilað á bakka, hvíld milli kafana 10 sekúndur.
 7. Hoppa eða stinga sér út í laug, synda 25 m, kafa eftir björgunarbrúðu í dýpsta hluta laugar, færa björgunarbrúðu upp á yfirborðið og synda 25 m til baka, lyfta björgunarbrúðu upp á bakka með aðstoð eins laugarvarðar.
 8. Starfsmenn sem sinna laugargæslu skulu ljúka árlegu námskeiði í skyndihjálp og björgun fyrir sund- og baðstaði og standast alla verklega þætti þess námskeiðs. Sundkennarar, sundþjálfarar og leiðbeinendur skulu ljúka þessu námskeiði á tveggja ára fresti.
 9. Fara yfir öryggisatriði og útbúnað (öryggis- og sjúkrabúnað) á viðkomandi sund- og baðstað.

Nánari upplýsingar:
Haukur Geirmundsson
Netfang:haukur@seltjarnarnes.is                 
Sími: 5611700.
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: