Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Hundahald

Hundahald


Hundahald á Seltjarnarnesi sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í
samþykkt um hundahald á Seltjarnarnesi.

  • Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína.
  • Lausaganga hunda er bönnuð. Á almannafæri skal hundur alltaf vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum.
  • Hundaeiganda ber að sjá til þess að hundur hans sæti ekki illri meðferð.
  • Hundur skal að jafnaði hýstur á þeim stað þar sem hann er skráður. Óheimilt er að halda hund þar sem enginn býr.
  • Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn á skólalóðir og inn í skóla, samkomuhús, sundstaði, barnaleikvelli, matvöruverslanir eða aðra opinbera staði þar sem matvæli eru höfð um hönd.

Skráning hunda

  • Skylt er að skrá hund rafrænt á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar.
  • Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, verða að vera skráðir.
  • Nánari upplýsingar um skráningarskyldu er að finna í 2. grein samþykktar um hundahald.
  • Algengur misskilningur: Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.

Hundaeftirlit

Hjá Seltjarnarnesbæ starfar hundaeftirlitsmaður sem sinnir ábendingum og kvörtunum vegna lausra hunda og ónæðis vegna þeirra.

Hundaeftirlitsmaður Seltjarnarnesbæjar er Guðmundur Björnsson.
Símavöktun er frá kl. 08:00 – 19:00 virka daga, utan þess tíma skal hringja í lögreglu 112.
Sími: 892 9770
Netfang: meindyr@btnet.is.

Viðurkenndir hundaskólar

Hundaskólar sem hafa hlotið viðurkenningu Heilbrigðiseftirlitsvæðanna á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykktir og gjaldskrá

Samþykkt  um hundahald í Seltjarnarneskaupstað

Gjaldskrá fyrir hundahald á Seltjarnarnesi

Reglur um afslátt af skráningar- og eftirlitsgjaldi með hundi, samanber 2. málsgrein 7. greinar gjaldskrár fyrir hundahald á Seltjarnarnesi


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: