Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Hundahald

Hundahald

HEF Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellbæjar og Seltjarnarness hefur umsjón og eftirlit með hundahaldi á Seltjarnarnesi.

Allar upplýsingar má finna á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins.

Hundahald á Seltjarnarnesi

Hundahald á Seltjarnarnesi sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í samþykkt um hundahald á Seltjarnarnesi.

  • Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína.
  • Lausaganga hunda er bönnuð. Á almannafæri skal hundur alltaf vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum.
  • Hundaeiganda ber að sjá til þess að hundur hans sæti ekki illri meðferð.
  • Hundur skal að jafnaði hýstur á þeim stað þar sem hann er skráður. Óheimilt er að halda hund þar sem enginn býr.
  • Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn á skólalóðir og inn í skóla, samkomuhús, sundstaði, barnaleikvelli, matvöruverslanir eða aðra opinbera staði þar sem matvæli eru höfð um hönd.

Skráning hunda

  • Skylt er að skrá hund rafrænt á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins.
  • Allir hundar, sem náð hafa 4 mánaða aldri, verða að vera skráðir.
  • Algengur misskilningur: Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.

Hundaeftirlit

Ábendingar og kvartanir vegna lausra hunda og ónæðis vegna þeirra skulu berast heilbrigðiseftirlitinu
í síma 550 5400 eða á netfangið
hef@heilbrigðiseftirlit.is.

HEF Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Sími:
550 5400
Vefsíða:
heilbrigdiseftirlit.is
Netfang:
hef@heilbrigdiseftirlit.is

Hundaleyfisgjald

Nálgast má upplýsingar um hundaleyfisgjald á vefsíðu HEF.

ATH! Tímabil hundaleyfa hefur hingað til verið frá 1. maí til 30. apríl en verður almanaksárið hjá HEF, þ.e. frá 1. janúar til 31. desember. Þar sem hundaeigendur með skráðan hund í upphafi árs 2022 hafa þegar greitt árgjald fram til 30. apríl 2022 mun HEF rukka hlutfallslegt árgjald fyrir tímbilið 1.5.2022-31.12.2022

Samþykktir

Samþykkt  um hundahald í SeltjarnarneskaupstaðÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: