Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Bakkahverfi

Bakkahverfi

Deiliskipulag Bakkahverfis á Seltjarnarnesi tekur gildi, samanber auglýsingu í Stjórnartíðindum 21. desember 2010

Augýsing um deiliskipulag Bakkahverfis í Seltjarnarneskaupstað. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkt deiliskipulag Bakkahverfis á Seltjarnarnesi.
Tillaga að deiliskipulagi Bakkahverfis var í kynningu frá 28. september til 28. október 2009 og var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hinn 9. júní 2009 og með síðari breytingum 10. nóvember 2010. 
Ofangreint deiliskipulag hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Seltjarnarnesi, 16. desember 2010.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.


Deiliskipulaga fyrir Bakkahverfi - deiliskipulagsupdráttur 1 af 3

Deiliskipulaga fyrir Bakkahverfi - deiliskipulagsupdráttur 2 af 3

Deiliskipulaga fyrir Bakkahverfi - deiliskipulagsupdráttur 2 af 3


Athugasemdir og ábendingar við deiliskippulagstilöguna ásamt umsögnum Skipulags- og mannvirkjanefndar  191 kb.


Kæru Seltirningar

Hafin er vinna við gerð deiliskipulags Bakkahverfis.  Skipulagssvæðið afmarkast af Hæðarbraut, Valhúsabraut, Bakkavör, Suðurströnd og Lindarbraut eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.

Með deiliskipulaginu verður stefnt að því að fá heildræna mynd af hverfinu, svo standa megi markvisst að þróun þess til framtíðar og auðvelda ákvarðanir í einstökum málum. Deiliskipulagið verður unnið innan ramma Aðalskipulags Seltjarnarness 2004-2024.

Markmið:

  • Markmið skipulagsins er  að móta heilstætt deiliskipulag og samræma yfirbragð hverfisins.
  • Vinnan byggir á þeirri sýn sem sett er fram í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
  • Skoða möguleika til eðlilegrar endurnýjunar bygginga á svæðinu með hliðsjón af heildaryfirbragði hverfisins.
  • Fá fram og gera grein fyrir skipulagsskyldum viðbótum, stækkunum og breytingum húsa og lóða.
  • Afmarka byggingarreiti og setja fram skilmála og kvaðir.
  • Staðfesta byggðaform hverfisins enda er það nánast fullbyggt.

Forsögn fyrir Bakkahverfi 600 kb

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Bakkahverfis á Seltjarnarnesi skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Svæðið sem deiliskipulagið á að gilda fyrir afmarkast af Hæðarbraut, Valhúsabraut, Bakkavör, Suðurströnd og Lindarbraut eins og sýnt er á deiliskipulagsuppdrætti. Svæðið er nefnt Bakkahverfi eftir bænum Bakka enda margar lóðir hverfisins fengnar úr landi Bakka.

Tilllaga verður til sýnis á bæjarskrifstofum Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá og með mánudeginum 28. september til miðvikudagsins 28. október 2009.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 12. nóvember 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Ólafur Melsted
Skipulagsstjóri Seltjarnarness

Auglýsing að deiliskipulagi: Bakkahverfi  158 kb.

Bakkahverfi: Tillaga að deilskipulagi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara  1,6 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - skýringauppdráttur Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara  1,4 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - skýringauppdráttur Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara  1,2 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - húsakönnun Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara  2,4 mb.

 

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: