Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis: Unnarbraut 9

Deiliskipulag Bakkahverfis: Unnarbraut 9 tekur gildi, samanber auglýsingu í Stjórnartíðundum 24. júní 2011

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarneskaupstað.Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkt eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi í Seltjarnarneskaupstað:

Deiliskipulag Bakkahverfis – Unnarbraut 9.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Unnarbraut 9, þar sem leyfilegt nýtingarhlutfall hefur verið aukið úr 0,35 í 0,41, samhliða því að heimilt verður að reisa viðbyggingu á efri hæð yfir bílskúr. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslögin mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Seltjarnarnesi, 7. júní 2011.

Örn Þór Halldórsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Nr. 613/2011

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þ. 15. mars 2011  var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Bakkahverfis.  Breytingin felur í sér aukið nýtingarhlutfall á byggingareit innan lóðarinnar að Unnarbraut 9, auk þess sem heimilt verður að stækka umfang efri hæðar svo hún nái yfir núverandi bílskúrsreit.

Unnarbraut 9 er tveggja hæða tvíbýlishús – íbúð á hvorri hæð. Sambyggð bílgeymsla tilheyrir hvorri íbúð. Hluti af þaki bílgeymslunnar gegnir nú hlutverki verandar efri hæðar og er fyrirhugað að reisa þar viðbyggingu sem mun þjóna sem stækkun efri hæðar.

Núverandi byggingarmagn er alls 298,4 m2 og er nýtingarhlutfall lóðar nú 0,36. Eftir stækkun, sem er áætluð 42 m2 verður nýtingarhlutfall lóðar 0,41. Leyfileg hámarkshæð viðbyggingar verður jöfn mænishæð núverandi byggingar og mun þakflötur fylgja formi hennar.

Athugasemdir við tillöguna skulu berast  til Skipulags- og byggingafulltrúa Seltjarnarness, Austurströnd 2  eigi síðar en 30. apríl 2011.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Unnarbraut 9  1,55 mb

Greinargerð

Deiliskipulagsbreyting þessi tekur aðeins til Unnarbrautar 9. Að öðru leyti gildir núverandi samþykkt deiliskiplags Bakkahverfis dags. 21.09.2009 ásamt tilheyrandi greinargerð.

Skipulagsbreytingin byggir á samþykktu deiliskipulagi fyrir Bakkahverfi, unnið af vinnustofunni Þverá.

Húsið að Unnarbraut 9 er tveggja hæða tvíbýlishús - íbúð á hvorri hæð. Sambyggð bílageymsla tilheyrir hvorri íbúð. Hluti af þaki bílageymslunnar gegnir hlutverki verandar fyrir efri hæðina.

Fyrirhugað er að byggja viðbyggingu ofan á þann hluta sem stækkun íbúðar á efri hæð.

Núverandi byggingamagn (1+2 hæð) eru alls 298,4 m2. Lóðin er 824 m2. Nýtingarhlutfall er því nú 0,36

Byggingareiturinn er verönd/þakflötur bílageymslunnar á 2. hæð. Viðbyggingin verður um 42 m2 og byggingamagn verður þá alls brúttó um 341 m2. Nýtingarhlutfall verður þá um 0,41 sem er nokkuð lægra en t.a.m. á aðliggjandi nágrannalóðum.

Leyfileg hámarkshæð viðbyggingar er jöfn mænishæð núverandi húss. Þakflöturinn fylgi formi og halla núverandi þaks.

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: