Fréttir af skipulagsmálum

Fyrirsagnalisti

forsendusk_drog

Forsenduskýrsla aðalskipulags í hvert hús á Seltjarnarnesi. - 30.10.2003

Þessa dagana er verið að dreifa forsenduskýrslu vegna aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2004 – 2024 inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Ekki er um endanlega útgáfu að ræða heldur drög sem ætluð eru til að auðvelda bæjarbúum að kynna sér forsendur fyrir nýju aðalskipulagi. Niðurstöður íbúaþings síðasta árs eru mikilvægt innlegg í þá stefnumótunarvinnu sem aðalskipulagið en þingið markaði upphaf að öflugu samráði við íbúa bæjarins og virku íbúalýðræði. Lesa meira
skipul

Skipulagning og hönnun Hólfskálamels og Suðurstrandar hafinn. - 22.10.2003

Nýlega undirritaði bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi samning við VSÓ Ráðgjöf ehf og Hornsteina Arkitekta ehf um ráðgjöf og þróun lausna vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. VSÓ Ráðgjöf mun sjá um verkfræðiráðgjöf en Hornsteinar mun í samvinnu við Schmidt, Hammer og Lassen koma að ráðgjöf varðandi arkitektúr. Lesa meira
nesid

Öðrum áfanga aðalskipulagsvinnu að ljúka. - 1.10.2003

Um þessar mundir er að ljúka öðrum áfanga við gerð aðalskipulags Seltjarnarness 2004-2024, en nú hefur forsenduskýrsla fyrir aðalskipulagið verið send ráðum og nefndum bæjarins til kynningar. Í forsenduskýrslunni er lýst ýmsum umhverfisaðstæðum í sveitarfélaginu, stöðu þess í dag, þróun liðinna ára og mögulegum framtíðarhorfum. Lesa meira
hrolfsk01

Deiliskipulagsvinnan á góðum skrið. - 30.9.2003

Vinna við fram-tíðarskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar gengur samkvæmt áætlun en skipulag - og mannvirkjanefnd Seltjarnar-nesbæjar skipaði sérstakan starfshóp er skila mun hugmyndum að deiliskipulagi svæðisins til nefndarinnar. Lesa meira

Deiliskipulag - 28.7.2003

Nýlega samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar að skipa sérstakan starfshóp er leiða skal vinnu við deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Verkefni hópsins skal lokið á 3 ? 4 mánuðum en það felst í þróun rammaskipulags er síðan leiðir til deiliskipulags. Starfshópurinn ræður ráðgjafa til verksins eftir því sem þurfa þykir en arkitektar munu skila nokkrum valkostum varðandi útlit, hæð húsnæðis, íbúðafjölda og nýtingu. Verkfræðingar munu meta hagkvæmni og kostnað hinna mismunandi lausna. Starfshópurinn mun síðan leggja tillögur sínar fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd og bæjarstjórn.

Lesa meira
loft1

Aðalskipulag Seltjarnarness ætti ekki að fara framhjá neinum - 18.6.2003

Vinna við nýtt aðalskipu-lag Seltjarnarness er hafin og um þessar mundir er unnið að gagnaöflun um öll helstu mál er varða náttúrufar og byggð á Seltjarnarnesi. Áætlað er að vinnunni ljúki vorið 2004 og verður gildistími skipulagsins frá 2004 til 2024. Við skipulagsvinnuna verður m.a. tekið mið af niðurstöðum íbúaþings er haldið var í nóvember síðastliðnum. Lesa meira
Slide1

Skipulagstillaga 1A. - 13.6.2003

Vegna áhuga og fyrirspurna íbúa birtist hér skipulagstillaga 1A er samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar hinn 28. maí sl. Lesa meira

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: