Fréttir af skipulagsmálum

Fyrirsagnalisti

Breyting á aðalskipulagi samþykkt. - 1.11.2004

loft1Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar). Lesa meira
loft1

Aðal- og deiliskipulag. Frestur útrunninn. - 15.9.2004

Hinn 3. sept. sl. rann út frestur til að skila inn athugasemdum um breytingu á aðalskipulagi fyrir skipulagssvæðið á Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Í lok athugasemdaferlisins eða hinn 3. sept sl. barst Seltjarnarnesbæ undirskriftalisti á vegum áhugahóps um betri byggð með nöfnum 924 einstaklinga er mótmæltu fyrirhuguðu skipulagi. Að auki bárust 27 aðrar skriflegar athugasemdir bæjarskrifstofunum áður en fresturinn rann út. Lesa meira
bakling_sk

Skipulagsgögnin í hvert hús. - 19.8.2004

Á mánudaginn var gögnum um aðal- og deiliskipulag dreift á öll heimili á Seltjarnarnesi. Um er að ræða greinargerðir og uppdrætti auk spurninga og svara um ýmsa þætti skipulagsins.

Lesa meira
valhusaskoli

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Seltjarnarness kynnt. - 4.8.2004

Hér er hægt að skoða greinargerð og tölvumyndband vegna breytinga á deiliskipulagi. Greinargerðin er á pdf sniði og er 3,17 mb. Myndbandið er 9,92 mb. Lesa meira
gangstett

Kynning á tillögu að deiliskipulagi fyrir Seltjarnarnes hefst í dag. - 30.7.2004

Tillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og afmarkast í grófum dráttum af Suðurströnd, Nesvegi, Kirkjubraut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsaskóla og opnu svæði austan Bakkavarar. Breytingartillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 30. júlí 2004 til og með 27. ágúst 2004. Lesa meira
adal

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness kynnt. - 27.7.2004

Hér er hægt að skoða uppdrátt og greinargerð vegna breytinga á aðalskipulagi. Kortin fylgja greinargerð en eru höfð sér vegna stærðar. Gögnin eru á PDF sniði. Athugið að uppdrátturinn er 1,3 mb að stærð og hvert kort er 1,67 mb og myndbandið er 9,92 mb.
Lesa meira
loft1

Kynning á tillögu að breytingu aðalskipulags Seltjarnarness hefst í dag. - 23.7.2004

Breytingartillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og afmarkast í grófum dráttum af Suðurströnd, Nesvegi, Kirkjubraut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsaskóla og opnu svæði austan Bakkavarar. Breytingartillagan er til sýnis á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 23. júlí 2004 til og með 20. ágúst 2004. Lesa meira
ibf04

Hugmynd að deiliskipulagi kynnt á fjölmennum fundi. - 30.4.2004

Íbúum Seltjarnarness voru í gærkvöldi kynntar hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Hornsteinar arkitektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ Ráðgjöf unnu hugmyndirnar sem miða að því að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfsskálamel en eingöngu íbúðabyggð á Suðurströnd. Tilgangurinn með fundinum var að kynna þessar hugmyndir til að skapa umræðu sem verður innlegg í deiliskipulagið sem unnið verður í framhaldi af fundinum. Lesa meira
hrolfsskalar

Kynning á deiliskipulagi í Seltjarnarneskirkju á morgun. - 28.4.2004

Skipulags- og mannvirkjanefnd boðar til íbúafundar um framtíðarskipulag á Hrólfsskálamel og við Suðurströnd á morgun, fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Seltjarnarneskirkju. Á fundinum munu ráðgjafar kynna hugmyndir að skipulagi svæðisins og eru Seltirningar hvattir til að mæta og taka þátt í mótun skipulagsins. Lesa meira

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: