Fréttir af skipulagsmálum

Fyrirsagnalisti

Bæjarstjórn auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 - 12.12.2005

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, samkvæmt 18. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarfélaga og stofnana sem borist hafa. Lesa meira

Vel heppnaður skipulagsdagur - 19.10.2005

Skipulagsdagur á EiðistorgiOpinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum. Lesa meira

Skipulagsdagur á Eiðistorgi - 18.10.2005

SkipulagspjaldÍ dag milli klukkan 16 og 21 munu ráðgjafar og fulltrúar frá skipulags- og mannvirkjanefnd verða á Eiðistorgi og taka við ábendingum og svara fyrirspurnum varðandi tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Lesa meira

Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi - 12.10.2005

Breytt aðalskipulag - ByggarðarSamkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð. Lesa meira

Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness í fullum gangi - 14.9.2005

Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness heldur nú áfram í kjölfar niðurstöðu íbúakosninga um skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna um þróun og skipulag Seltjarnarness til næstu tuttugu ára. Lesa meira

Kynningargögn vegna íbúakosninga um skipulagsmál - 10.6.2005

Kynningargögn vegna íbúakosninga 25. júní verða borin í öll hús á Seltjarnarnesi laugardaginn 11. juní n.k. Lesa meira

Kosið um skipulagstillögur í júní - 26.5.2005

HrólfsskálamelurÖllum Seltirningum á kosningaaldri verður gefinn kostur á að kjósa á milli tveggja mismunandi skipulagstillagna fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd 25. júní nk. Kosningin verður bindandi fyrir formlega deiliskipulagsgerð svæðisins. Þetta fyrirkomulag var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í gær. Lesa meira

Rýnihópur um skipulagsmál tekur til starfa - 10.3.2005

loft1Bæjarstjórn Seltjarnarnes hefur samþykkt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efnt verði til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Með tillögunni er verið að bregðast við athugasemdum er bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness og deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Lesa meira

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: