Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi

13.6.2007

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða skv. 1.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Breytingartillagan felur í sér eftirfarandi breytingar:

  • Stækkun á lóð íþróttavallar, Suðursrönd 14.
  • Stækkun á byggingarreit stúku. Stækkaður byggingarreitur skal rúma bæði stúku og vallarhús. Í vallarhúsinu er gert ráð fyrir búningsaðstöðu fyrir leikmenn, salernisaðstöðu fyrir almenning, veitingasölu ofl. Byggingin er steinsteypt með flötu þaki sem gengur inn í núverandi landhalla. Kvöð er á lóðinni þess efnis að nemendur Valhúsaskóla geti nýtt sér þak vallarhúss til útileikja. Gert er ráð fyrir fjölgun bílastæða vegna stækkunarinnar.
  • Stækkun á byggingarreit við austurgafl íþróttahúss. Í byggingunni er gert ráð fyrir fimleikasal. Útlit byggingar, efni í veggjum og þaki skal vera áþekkt núverandi byggingu. Hæð nýbyggingar skal ekki ver hærri en mænishæð íþróttamiðstöðvar. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun bílastræða vegna stækkunarinnar.

Tillagan verður til sýnis á bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 2. hæð frá 14. júní til og með 13. júlí 2007. Einnig má sjá tillöguna hér:

Tilaga að breytingu á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða (teikning) Pdf skjal 1.3 mb

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum ef einhverjar eru skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 27. júlí 2007. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

                                     Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi Pdf skjal 56 kb

 
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: