Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

14.3.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með til kynningar tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns við Nesstofu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Afmörkun

Skipulagssvæðið afmarkast til norðurs, vesturs, austurs og suðurs af svæði skilgreindu sem svæði fyrir þjónustustofnanir / opið svæði til sérstakra nota í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 – 2024, við Nesstofu og Lyfjafræðisafn.

Markmið

Markmið með tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns eru að :

  • skilgreina lóð Lækningaminjasafnsins
  • breyta og stækka byggingarreit Lækningaminjasafnsins
  • auka byggingarmagn Lækningaminjasafnsins ofanjarðar
  • heimila byggingu kjallara á einni hæð undir Lækningaminjasafninu
  • þá er gerð grein fyrir fyrirkomulagi bílastæða innan skipulagssvæðisins

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan verður til sýnis á bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 2.hæð frá 14. mars til og með 25. apríl 2008.

Tilaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns Pdf skjal 1.6 mb

Skýringamynd við tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð Lækningaminjasafns Pdf skjal 1.8 mb

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum ef einhverjar eru skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 25. apríl 2008.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi Pdf skjal 56 kb

Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: