Fréttir af skipulagsmálum
Bakkahverfi. Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu fyrir Melabraut 12.
Á 67. fundi Skipulags- og umferðarnefndar hinn 30. nóvember 2017 var samþykkt að grenndarkynna erindi um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Melabraut 12 í Bakkahverfi á Seltjarnarnesi. Breyting skilmála fyrir lóðina er sýnd á meðfylgjandi tillögu og er vísað nánar til hennar.
Breytingin er m.a. falin í eftirfarandi:
- Rífa núverandi hús og byggja í staðinn hús með 4 íbúðum.
- Reisa nýbyggingu allt að 3 hæðum, þar af skal efsta hæð skal vera inndregin frá götu um a.m.k. 4 metra. Gera kjallara undir húsinu fyrir geymslur og stoðrými.
- Gert er ráð fyrir 4 bílastæðum á lóðinni.
- Auka hámarks byggingarmagn á lóð úr 324,4 m2 í 530,0 m2.
- Auka hámarks nýtingarhlutfall úr 0,40 í 0,65.
Skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi grenndarkynnir hér með erindið fyrir eigendum fasteigna í nágrenni í samræmi við samþykkt þessa og með vísan til 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi er tillaga um deiliskipulagsbreytingu sem einnig er kynnt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar og er til sýnis á 2. hæð bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 16. febrúar 2018.
Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna lóðarinnar Melabraut 12