Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um tillögu að breyttu deiliskipulagi á Seltjarnarnesi

7.3.2018

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Lambastaðahverfi – Hamarsgata 6 og 8.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 1. mars 2018, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi vegna Hamarsgötu 6 og 8. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 12. júní 2013 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 1. ágúst 2013.

Breytingin felur m.a. í sér að lóðirnar að Hamarsgötu 6 og 8 verða sameinaðar í eina lóð sem verði númer 6. Núverandi hús á lóð nr. 8 verði fjarlægt. Heimilt verði að byggja einnar hæðar einbýlishús með kjallara og innbyggðri bílageymslu. Nýtingarhlutfall nýrrar lóðar Hamarsgötu nr. 6 verði að hámarki 0,20 en var áður 0,30 á Hamarsgötu nr. 6 og 0,27 á Hamarsgötu nr. 8. Hámarks byggingarmagn verði 517 m2 en var áður á báðum lóðum samtals 776 m2. Ákvæði um hverfisvernd falli niður. Nánar um tillöguna og skilmála vísast til kynningargagna.

Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 7. mars til og með 30. apríl 2018. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir  til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 30. apríl 2018. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Seltjarnarnesi, 7. mars 2018.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.


Lambastaðahverfi - tilaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Hamarsgötu nr. 6 og 8Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: