Fréttir af skipulagsmálum

Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut – Verkefnislýsing

7.3.2018

Kynning á verkefnislýsingu og íbúafundur - Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut.

Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði búsetukjarni fyrir fatlað fólk á nýrri lóð við Kirkjubraut, sunnan Seltjarnarneskirkju. Vegna þessa þarf að breyta bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar. Gerð hefur verið verkefnislýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst.

Verkefnislýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Verkefnislýsinguna er að finna á vef sveitarfélagsins undir skipulagsmál. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni hennar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara.

Bæjarstjórn samþykkti þann 28. febrúar sl. að kynna verkefnislýsinguna á íbúafundi sem haldinn verður á bókasafni Valhúsaskóla, þriðjudaginn 13. mars 2018, kl. 17:30.

Þar verða skipulagsbreytingarnar kynntar og síðan boðið upp á umræður og svör við fyrirspurnum. Þeir sem ekki komast á fundinn eða vilja koma á framfæri ábendingum að honum loknum geta sent þær skriflega á Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes eða með tölvupósti á netfangið postur@seltjarnarnes.is.

Frestur til að skila inn ábendingum er til og með 8. apríl 2018.

Verkefnalýsing fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut

Auglýsing um íbúafund vegna verkefnalýsingar búsetukjarna við Kirkjubraut

Búsetukjarni við Kirkjubraut


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: