Fréttir af skipulagsmálum

Grendarkynning á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Seltjarnarnesi

18.7.2018

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með til kynningar  grendarkynning að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Valhúsarhæð og aðliggjandi útivistarsvæði – Kirkjubraut 1.

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 10.júlí 2018, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að grendarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi á Valhúsarhæð og aðliggjandi útivistarsvæði þ.e. vegna Kirkjubrautar 1.

Gildandi deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 24.05.2017.

Breytingin felur m.a. í sér breytingu á kafla 3.4 vegna fjölgun íbúða úr 4 í 6 og á kafla 3.6. vegna fjölgunar á bílastræðum lóðar úr tveimur í sex.

Tillagan hefur legið á skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 10. júlí til og með 10. ágúst 2018. Hér má sjá tillöguna á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir  til að kynna sér fram komnar breytingar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 10. ágúst  2018. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Seltjarnarnesi, 18. júlí 2018.

Sigurður Valur Ásbjarnarson.

f.h. Skipulags- og umferðanefndar Seltjarnarnesbæjar

Deiliskipulag Vahúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæði - Kirkjubraut 1Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: