Fréttir af skipulagsmálum

Grenndarkynning vegna umsóknar Austurstrandar 4, húsfélags, um hækkun á lyftuhúsi upp úr þaki.

6.6.2019

Á 89. fundi skipulags- og umferðarnefndar, þann 23. maí sl., var tekin fyrir umsókn Austurstrandar 4, húsfélags, um leyfi til þess að hækka lyftuhús upp úr þaki vegna endurnýjunar lyftu í húsinu og verður lyfta látin fara upp á 8. hæð en í dag nær lyfta eingöngu upp á 7. hæð.

Á aðaluppdrætti er fylgir með grenndarkynningu segir: „Lyftustokkur verður framlengdur upp úr þaki, og verður það gert með timburveggjum frá efstu þakplötu og timburþaki. Hæð í lyftustokk er 3,8 m frá gólfi og upp að þaki í lyftustokk að innanmáli.“

Í fundargerð skipulags- og umferðarnefndar var bókað; „Staðfest og lagt til að málið verði grenndarkynnt.“

Með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, og bókunar skipulags- og umferðarnefndar grenndarkynnir skipulags- og byggingarfulltrúi hér með framangreinda umsókn um byggingarleyfi og meðfylgjandi aðaluppdrætti sem sýna breytinguna.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir  til að kynna sér fram komnar breytingar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 12. júlí nk. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Að liðnum þeim fresti tekur skipulags- og umferðarnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að koma.

Aðaluppdrættir til kynningar


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: