Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um tillögu að breyttu deiliskipulagi á Seltjarnarnesi

20.6.2019

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Bygggarðar

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 12. júní 2019, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 13. febrúar 2013 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 16. júlí 2013.

Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð og felur í sér skipulag á deiliskipulagssvæðinu og gert er ráð fyrir þremur húsagerðum, einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum.

Breytingin felur í sér að minnka einingar, bæði hús og íbúðir. Hæðir húsa og nýtingarhlutfall verður í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Heimilt verður að byggja tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús, eins eða tveggja hæða raðhús og eins eða tveggja hæða einbýlishús.

Tvær heitavatns borholur eru innan deiliskipulagssvæðisins, þær eru í fullri notkun. Þeim er útdeilt tilteknu helgunarsvæði og tryggt að unnt sé að athafna sig við rekstur holanna.

Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 21. júní til og með 7. ágúst 2019. Einnig má sjá tillöguna hér fyrir neðan ásamt greinargerð.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir  til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 7. ágúst 2019. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Seltjarnarnesi,21. júní 2019.
Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi

Bygggarðar - Deiliskipulagsbreyting, skipulagsuppdráttur

Bygggarðar - Deiliskipulagsbreyting, útlit

Bygggarðar - Deiliskipulagsbreyting, greinagerð


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: