Fréttir af skipulagsmálum

Grenndarkynning vegna umsóknar um svalalokun á Austurströnd 10

9.1.2020

Á 95. fundi skipulags- og umferðarnefndar, þann 25. nóvember 2019 var tekin fyrir umsókn um leyfi til þess að byggja svalaskála eða glerhýsi á svölum íbúðar 6-2. Fundargerðin var staðfest á 899. fundi bæjarstjórnar 11. desember 2019.

Í fundargerð skipulags- og umferðarnefndar var bókað; „Byggingarfulltrúa falið að senda erindið í grenndarkynningu.“

Á aðaluppdrætti er fylgir með grenndarkynningu þessari segir:

„Grindin í glerhýsinu er úr traustum tréramma með állistum. Grindin er fest í húsvirkið með traustum innboruðum steypuboltum. Allt gler er K- einangrunargler eða betra, með sólarvörn. Opnanleg fög tryggja loftun, og gönguhurð er út á opnar suðursvalir. Stærð glerhýsis er 15,2m2 og rúmmál 36,7 m2.

Með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, og bókunar skipulags- og umferðarnefndar grenndarkynnir skipulags- og byggingarfulltrúi hér með framangreinda umsókn um byggingarleyfi og meðfylgjandi aðaluppdrætti sem sýna breytinguna. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir  til að kynna sér fram komnar breytingar. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 15. febrúar nk. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Að liðnum þeim fresti tekur skipulags- og umferðarnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að koma.

Austurströnd 10 - svalarlokun

Austurströnd 10 - svalarlokun, íbúð


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: