Fréttir af skipulagsmálum

Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut – Lýsing

24.1.2020

Bæjarstjórn stefnir að því að reistur verði búsetukjarni fyrir fatlað fólk á nýrri lóð sem staðsett verður við Kirkjubraut 16 og 18 og á móti Kirkjubraut 19 og 21. Vegna þessa þarf að breyta bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi Valhúsahæðar. Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst.

Búsetukjarni fyrir fatlaða við KirkjubrautLýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Bæjarstjórn samþykkti þann 20. desember sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna fyrir fatlaða við Kirkjubraut en hliðstæð lýsing var kynnt í febrúar 2018 og þá haldinn íbúafundur þar sem ýmsar gagnlegar ábendingar komu fram og hafðar hafa verið til hliðsjónar við frekari mótun lýsingarinnar. Staðsetning búsetukjarnarns hefur breyst frá fyrri kynningu.

Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 24. janúar 2020 til og með 21. febrúar 2020. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni hennar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara.

Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 21. febrúar 2020 en tillagan verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag.

Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut - Lýsing


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: