Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um tillögu að breyttu deliskipulagi á Seltjarnaranesi

23.6.2020

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Deiliskipulag Melhúsatúns - Breyting á deiliskipulagi fyrir Selbraut 80

Í breytingunni felst að gera ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr á einni hæð á lóðinni við Selbraut 80. Að öðru leyti er vísað til skilmála sem tilgreindir eru á hinum auglýsta deiliskipulagsuppdrætti, dags. 16. mars 2020.

Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 23. júní 2020 til 27. júlí 2020.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en mánudaginn 27. júlí 2020.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti

Deiliskipulagsuppdráttur - Selbraut 80Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: