Fréttir af skipulagsmálum

Skipulagsbreyting vegna sambýlis við Kirkjubraut

16.7.2020

Valhúsahæð við KirkjubrautMótuð hefur verið tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis og samsvarandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Þar er sýnt hvernig afmörkuð er lóð við enda Kirkjubrautar í deiliskipulagi og íbúðasvæði stækkað í aðalskipulagi.

Tillögurnar eru nú kynntar á vinnslustigi, þ.e. að þær eru ekki fullfrágengnar og gefst tækifæri til að koma með ábendingar um það sem betur má fara. Lýsing var kynnt í febrúar s.l. og bárust þá nokkrar ábendingar sem hafðar hafa verið til hliðsjónar við mótun tillagnanna.

Tillögurnar má nálgast hér:

Þeim sem vilja ræða efni tillagnanna við fulltrúa Seltjarnarnesbæjar er boðið að koma í opið hús þann 29.7.2020 kl. 16:00 - 17:00 í húsnæði Skipulags- og umhverfissviðs að Austurströnd 1, 1. hæð.

Óskað er eftir því að ábendingar berist á netfangið postur@seltjarnarnes.is í síðasta lagi þann 5. ágúst 2020.

Kynning þessi er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: