Fréttir af skipulagsmálum

Leikskóli við Suðurströnd – Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og gerð nýs deiliskipulags fyrir leikskólareit, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

29.10.2020

Leikskóli

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar stefnir að því að reistur verði leikskóli á horni Suðurstrandar og Nesvegar sem afmarkast af þeim götum svo og Selbraut til suðurs. Vegna þessa þarf að breyta aðalskipulagi og gera nýtt deiliskipulag fyrir leikskólareit. 

Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst. Bæjarstjórn samþykkti þann 28. október sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags. Lýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Hægt er að kynna sér lýsinguna á heimasíðu bæjarins undir liðnum skipulagsmál – fréttir af skipulagsmálum. Einnig er hægt að nálgast lýsinguna hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á skrifstofu hans að Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, samkvæmt samtali við hann þar sem aðgengi að skrifstofu er takmarkað sem stendur. Símatímar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 11:00 - 12:00. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni lýsingarinnar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara.

Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og gerð nýs deiliskipulags fyrir leikskólareit

Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 13. nóvember 2020 en lýsingin verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag.

Einar Már Steingrímsson,
sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðsÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: