Fréttir af skipulagsmálum

Verslun og þjónusta í Ráðagerði – Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

30.10.2020

radagerdi

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur áhuga á að í Ráðagerði verði heimiluð veitingaþjónusta í flokki II, skv. 17. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Flokkur II er skilgreindur þannig: Umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist og kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu. Vegna þessa þarf að breyta aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir Ráðagerði. Í núgildandi aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, sem var staðfest 21. febrúar 2017, er Ráðagerði innan íbúðarsvæðis ÍB-10, Bygggarða. Í skipulaginu er mörkuð stefna um að innan íbúðarsvæða sé ekki gert ráð fyrir veitingastöðum í flokki II og því nauðsynlegt að breyta stefnu um landnotkun til þess að slík starfsemi geti verið heimil í húsinu. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi mun fela í sér afmörkun nýs reits í flokki verslunar og þjónustu, sem nær utan um húsið og svæði fyrir bílastæði norður af húsinu, að Norðurströnd.  

Deiliskipulag Vestursvæðis tók gildi í september 2017. Tillaga um breytingu á deiliskipulaginu mun fela í sér afmörkun bílastæða norðan við húsið, hugsanlega göngutengingar að því og landmótun. Bílastæðið mun einnig þjóna útivistarsvæðinu. Lóð fyrir Ráðagerði er þegar skilgreind í gildandi deiliskipulagi en tilgreindri notkun lóðarinnar verður breytt í veitingahús í flokki II.

Gerð hefur verið lýsing, þar sem fyrirætlunum og staðháttum er lýst. Bæjarstjórn samþykkti þann 28. október sl. að kynna lýsingu á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Lýsingin er fyrsta skrefið í framangreindum skipulagsbreytingum og er hún sett fram og kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

radagerdi

Hægt er að kynna sér lýsinguna á heimasíðu bæjarins undir liðnum skipulagsmál – fréttir af skipulagsmálum www.seltjarnarnes.is/thjonusta/umhverfi/skipulag/frettir/. Einnig er hægt að nálgast lýsinguna hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á skrifstofu hans að Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, samkvæmt samtali við hann þar sem aðgengi að skrifstofu er takmarkað sem stendur. Símatímar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 11:00 - 12:00. Mikilvægt er að íbúar kynni sér efni lýsingarinnar vel og skili inn ábendingum ef þeir telja að eitthvað megi betur fara.

Verslun og þjónusta í Ráðagerði – Lýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis

Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 13. nóvember 2020, en lýsingin verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag.

Einar Már Steingrímsson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: