Fréttir af skipulagsmálum

Grenndarkynning vegna umsóknar um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Tjarnarstígs 10.

14.12.2020

grenndarkynning tjarnarstigur 10

Á 109. fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldinn var 3. desember 2020, var tekin fyrir umsókn um breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Tjarnarstígs 10 og samþykkt að tillaga, dags. 30. nóvember 2020, yrði grenndarkynnt, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum á Tjarnarstíg 6, 8, 12 og 14. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á 920. fundi sínum þann 9. desember 2020.

Með vísan til ofangreindrar bókunar og staðfestingar bæjarstjórnar er erindið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Tjarnarstígs 10. Deiliskipulagsbreytingunni er nánar lýst á meðfylgjandi uppdrætti, dags. 30. nóvember 2020.

Breyting á deiliskipulagi Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi vegna Tjarnarstígs 10

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 18. janúar 2021. Að liðnum þeim fresti tekur skipulags- og umferðarnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að koma. Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar.  


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: