Fréttir af skipulagsmálum

Verslun og þjónusta í Ráðagerði á Seltjarnarnesi - Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 til kynningar á vinnslustigi

18.12.2020

RáðagerðiBæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á 920. fundi sínum þann 9. desember 2020 að kynna tillögu á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Tillagan er sett fram og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og 4.6.1 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Verkefnislýsing var kynnt almenningi og umsagnaraðilum í byrjun nóvember 2020. Tillaga þessi um breytingu á aðalskipulagi er nú kynnt á vinnslustigi og gefst færi á að koma með ábendingar um efni tillögunnar.

Núgildandi aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar var staðfest 21. febrúar 2017. Þar er Ráðagerði innan íbúðarsvæðis ÍB-10, Bygggarða. Í skipulaginu er mörkuð stefna um að innan í búðarsvæða sé ekki gert ráð fyrir veitingastöðum í flokki II og því nauðsynlegt að breyta stefnu um landnotkun til þess að slík starfsemi geti verið heimil í húsinu.

Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Öllum þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri er boðið að senda þær skriflega á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 31. desember 2020. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, símatímar eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 11:00 - 12:00 í síma 595-9100.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: