Fréttir af skipulagsmálum

Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut

26.1.2021

Seltjarnarnesbær auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar stækkun á íbúðarsvæði ÍB-1 vegna nýrrar lóðar fyrir búsetukjarna fatlaðra við Kirkjubraut. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út þann 21. mars 2021.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 - Búsetukjarni fyrir fatlaða við Kirkjubraut

Athugasemdir skal senda í tölvupósti á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða í bréfpósti til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. skipulagsfulltrúa.

Seltjarnarnesi, 26. janúar 2021
Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi,
Einar Már Steingrímsson


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: