Fréttir af skipulagsmálum

Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033

25.2.2021

Ráðagerði

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á 922. fundi sínum, þann 13. janúar 2021, að auglýsa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2015-2033 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér breytta landnotkun á svæði vestan Bygggarða, þar sem Ráðagerði stendur. Þar er fyrirhuguð veitingasala og gert ráð fyrir auknum bílastæðum.

Tillagan er aðgengileg hér fyrir neðan og liggur einnig frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Eru allir íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér efni hennar.

Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til auglýsingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þeir sem vilja gera athugasemdir við efni tillögunnar geta sent skriflega athugasemd á netfangið postur@seltjarnarnes.is eða í bréfpósti á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 18. apríl 2021.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: