Fréttir af skipulagsmálum

Deiliskipulag Stranda – grenndarkynning vegna umsóknar um breytingu vegna Fornustrandar 8.

17.3.2021

Fornaströnd 8

Ofangreint erindi var tekið til umræðu og afgreiðslu á fundi skipulags- og umferðarnefndar sem haldinn var 4. febrúar sl. og var staðfest á 923. fundi bæjarstjórnar þann 10. febrúar sl. Eftirfarandi var bókað vegna málsins:

6. Mál nr. 2021020007
Heiti máls:
Deiliskipulag Stranda – tillaga að breytingu vegna Fornustrandar 8.
Lýsing: Uppdráttur breyting á deiliskipulagi fyrir Strandir, Fornaströnd 8, dags. 29. janúar 2021 lagður fram.
Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á 923. fundi sínum þann 10. febrúar 2021. Með vísan til ofangreindrar bókunar og staðfestingar bæjarstjórnar er erindið hér með grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingunni er lýst á meðfylgjandi uppdrætti, dags. 29. janúar 2021, en þar kemur m.a. fram:

„Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit ásamt því að hámarks nýtingarhlutfall er aukið lítilega, aðrar stærðir haldast óbreyttar. Flatarmál breytts byggingarreits er 386,4 m2 og afmarkast stækkunin af núverandi bílskúr sem liggur utan samþykkts byggingarreits ásamt minniháttar stækkun við norðurhlið skúrsins.

Gert er ráð fyrir U-laga viðbyggingu norðanmegin við núverandi hús. Þar að auki er austurálma hússins stækkuð að bílskúr og byggt að hluta til þar ofan á. Gólfkóti núverandi húss helst óbreyttur en í viðbyggingunni norðaustan megin er hann 11,13. Gólfkóti bílsskúrs lækkar úr 11,50 yfir í 11,30. Hæsti þakkóti hækkar úr 15,95 yfir í 17,20.“

Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir strandir á Seltjarnarnesi - Fornaströnd 8

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Athugasemdum skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 21. apríl 2021. Að liðnum þeim fresti tekur skipulags- og umferðarnefnd afstöðu til þeirra athugasemda sem fram kunna að koma. Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar.


f.h. Seltjarnarnesbæjar
Einar Már Steingrímsson
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: