Fréttir af skipulagsmálum

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis - breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.

15.4.2021

breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. mars 2021 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Melabraut 20 og Valhúsabraut 19 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis.

Melabraut 20: Í deiliskipulagsbreytingunni felst að rífa núverandi hús sem er með tveimur íbúðum, núv. deiliskipulag gerir ráð fyrir 3 íbúðum og byggja í staðinn hús með fjórum íbúðum. Hámarks byggingarmagn fer úr 550 m2 í 600 m2 og hámarks nýtingarhlutfall fer úr 0,6 í 0,65.

Valhúsabraut 19: Í deiliskipulagsbreytingunni felst að rífa núverandi hús sem er einbýlishús með auka íbúð, núv. deiliskipulag gerir ráð fyrir 2 íbúðum og byggja í staðinn hús með fjórum íbúðum. Hámarks byggingarmagn fer úr 483 m2 í 571 og m2 hámarks nýtingarhlutfall fer úr 0,55 í 0,65.

Varðandi nánari upplýsingar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um er hægt að senda fyrirspurn á skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar á netfangið postur@seltjarnarnes.is.

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis v/ lóðarinnar Melabraut 20

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis v/ lóðarinnar Valhúsabraut 19

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis - FYLGISKJAL 3 með umsókn, uppdráttum og greinargerð

Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis - FYLGISKJAL 3b með umsókn, uppdráttum og greinargerð

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsfulltrúa Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 7. júní 2021.

Umhverfis- og skipulagssvið Seltjarnarnesbæjar,

Einar Már Steingrímsson, skipulagsfulltrúi.

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: