Fréttir af skipulagsmálum

Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna Ráðagerðis

20.5.2021

Ráðagerði

Skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa fjallað um athugasemdir sem gerðar voru þegar tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 vegna Ráðagerðis var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða umfjöllunarinnar var sú að í skilmálum bæri að minna á varúð vegna viðkvæms fuglalífs og að húsið Ráðagerði nyti aldursfriðunar skv. minjalögum. Tillagan, með framangreindum breytingum, hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar en þá útgáfu tillögunar má sjá hér að neðan.

Verslun og þjónusta í Ráðagerði - Tillaga til staðfestingar um breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: