Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsingar um skipulagsmál í Seltjarnarnesbæ

26.5.2021

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ. 

Deiliskipulag fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, leikskóli
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, skólar og heilsugæsla. Í deiliskipulagstillögunni er afmörkuð ein lóð fyrir leikskóla sem verði 9591 m2 að stærð. Sameinuð lóð fær heitið Suðurströnd 1.  Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.

Tillaga að deiliskipulagi - Reitur S-3 á aðalskipulagi


Deiliskipulag vestursvæðis, Ráðagerði
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vestursvæðis, Ráðagerði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi byggir á hliðstæðri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður staðfestingar.

Vestursvæði - Deiliskipulagsbreyting vegna Ráðagerðis

 

Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði, Kirkjubraut 20
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. maí 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis vegna Kirkjubrautar 20. Breytingin felur í sér skilgreiningu á nýrri lóð við Kirkjubraut 20. Stærð lóðar um 1.900 m2 og innan lóðar er heimilað reisa hús að hámarki 560 m2 á einni hæð með samtals 6 íbúðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Framangreind breyting á deiliskipulagi byggir á hliðstæðri breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sem hefur verið auglýst en bíður staðfestingar.

Breyting á deiliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæðis

 

Bakkahverfi, Melabraut 16
Á fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 10. mars 2021 og bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 24. mars 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Melabrautar 16. Í breytingunni felst að heimila hækkun á Melabraut 16 í samræmi við nærliggjandi húsnæði og að byggja megi inndregna 3. hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Bakkahverfi - Deiliskipulagsbreyting Melabraut 16


Tillögurnar eru auglýstar frá 26. maí til og með 14. júlí 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 14. júlí 2021.


Seltjarnarnesi, 26. maí 2021
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: