Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

30.11.2021

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Seltjarnarnesbæ.


Lambastaðahverfi - Hamarsgata 6, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. nóvember 2021 og á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 24. nóvember 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Hamarsgötu 6.  Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaðir tveir nýjir byggingarreitir fyrir garðhýsi og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkað úr 0,2 í 0,3. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi v/ Hamarsgötu nr. 6 og 8


Bakkahverfi - Bakkavör 28, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Á 119. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 11. nóvember 2021 og á 938. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 24. nóvember 2021 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Bakkavarar 28.  Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaður nýr byggingarreitir fyrir viðbyggingu og garðhýsi, einnig er nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkað úr 0,34 (0,42 í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti frá 16. júní 2009) í 0,5. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Bakkahverfis vegna lóðar nr 28 við Bakkavör


Tillögurnar eru auglýstar frá og með 1. desember 2021 til og með 12. janúar 2022 og verða til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar má skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 12. janúar 2022.


Seltjarnarnesi, 29. nóvember 2021
Brynjar Þór Jónasson
Skipulagsfulltrúi Seltjarnarnesbæjar


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: