Fréttir af skipulagsmálum

Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness í fullum gangi

14.9.2005

Vinna við aðalskipulag Seltjarnarness heldur nú áfram í kjölfar niðurstöðu íbúakosninga um skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna um þróun og skipulag Seltjarnarness til næstu tuttugu ára.

Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur gengið frá fyrstu drögum stefnumótunar, í formi greinargerðar og uppdráttar. Næsta skref í aðalskipulagsvinnunni er að kalla eftir viðbrögðum og athugasemdum við stefnuna áður en formlegt kynningarferli hefst.

Gögnin eru þessa dagana til umfjöllunar í ráðum og nefndum bæjarins og íbúar munu geta kynnt sér þau á heimasíðu bæjarins undir Skýrslur og útgáfur - skipulagsmál þ.e.a.s. Aðalskipulag Seltjarnarness Greinargerð - Stefnumörkun. Drög til umræðu (Pdf skjal 551kb) og Kort - drög ( Pdf skjal 1,12mb)

Gögnin munu einnig liggja frammi á bæjarskrifstofu og bókasafninu og eru þeir sem ekki hafa aðgang að netinu hvattir til að skoða þau þar.

Áformað er að formlegt kynningarferli hefjist í kjölfarið og verður þá meðal annars efnt til opins skipulagsdags á Eiðistorgi þar sem aðalskipulagið verður kynnt og kallað eftir athugasemdum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vonar að sem flestir íbúar kynni sér aðalskipulagið nú meðan það er enn á mótunarstigi og komi með ábendingar um það sem betur má fara. 

 
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: