Fréttir af skipulagsmálum

Tillaga að deiliskipulagi Hrólfsskálamels kynnt

3.7.2006

Tillaga að deiliskipulagi Hrólfsskálamels er komin í kynningu. Um er að ræða svæði sem er 16.740 m2 að stærð og afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum skólalóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvar.

Megin landnotkun á skipulagssvæðinu er samkvæmt tillögunni íbúðabyggð og verður nýtingarhlutfall skipulagssvæðisins 0,68 án kjallara og bílgeymslu neðanjarðar.

Tillagan er til sýnis á bókasafni Seltjarnarness frá 3. júlí til og með 31. júlí 2006. Skriflegum athugasemdum skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 15. ágúst 2006. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing um deiliskipulag Hrólfsskálamels á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Hrólfsskálamels skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Skipulagssvæðið er 16.740 m2 að stærð og afmarkast á eftirfarandi hátt: Til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum skólalóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvar.

Landnotkun Á Seltjarnarnesi er eitt miðsvæði. Til þess teljast Eiðistorg, svæði fyrir blandaða byggð við Hrólfsskálamel, svæði við Austurströnd og suðurhorn á mótum Nesvegar og Suðurstrandar.

<p>Megin landnotkun á skipulagssvæðinu er íbúðabyggð. Nýtingarhlutfall skipulagssvæðisins, sem aðeins er ein lóð verður 0,68. Nýting er reiknuð án kjallara og bílgeymslu neðanjarðar.</p>

Tillagan verður til sýnis á bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 2.hæð frá 3.júlí til og með 31. júlí 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarfélagsins, seltjarnarnes.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 15. ágúst 2006.

Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi

Tillaga að deiliskipulagi: Hrófsskálamelur Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgegngilegt í skjálesara Pdf skjal 2,03 mb


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: