Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

4.10.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Afmörkun

Skipulagssvæðið er milli Lindarbrautar, Valhúsabrautar, Hæðarbrautar og Melabrautar.

Markmið

Markmið með endurskoðun deiliskipulags Vesturhverfis er að samræma stærðir húsa, yfirbragð og nýtingarhlutfall lóða og gefa lóðarhöfum, sérstaklega á syðri hluta svæðisins þar sem nýtingarhlutfall er undir meðalnýtingu, möguleika á auknu byggingarmagni innan uppgefinna byggingarreita. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan verður til sýnis á bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 2.hæð frá 4.október til og með 2. nóvember 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarfélagsins, www.seltjarnarnes.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skriflegum athugasemdum ef einhverjar eru skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 17. nóvember 2006.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi

Auglýsing um deiliskipulag Vesturhverfis Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 56 kb.

Tillaga að deiluskiplagi Vesturhverfis Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,02 mb

Seltjarnarnesbær - Vesturhverfi skýringaruppdráttur  Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,27 mb

 
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: