Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

22.12.2006

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Skerjabrautar 1-3 skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Skipulagsreiturinn nær til lóðanna Skerjabraut 1 og 3 og afmarkast af götunum Skerjabraut og Nesvegi. Lóðirnar Skerjabraut 3a, Tjarnarból 14 og Tjarnarból 17 hafa lóðarmörk að skipulagsreitnum.

Heimild er veitt til niðurrifs bygginga Skerjabrautar 1 og 3 og til byggingar allt að 5 hæða nýbyggingar með bílgeymslu í kjallara, á sameinaðri lóð Skerjabrautar 1 og 3 með allt að 25 íbúðum.

Leyfilegt hámarks byggingamagn lóðarinnar er 3516 m2 eða sem nemur nýtingarhlutfallinu 1, 27 ( að auki verða bílgeymsla og fylgirými í kjallara sem ekki er reiknaður með í nýtingarhlutfalli lóðarinnar).

Tillagan verður til sýnis á bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 2.hæð frá 22. desember til og með 21. janúar 2007. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarfélagsins, www.seltjarnarnes.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Skriflegum athugasemdum ef einhverjar eru skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 4. febrúar 2007.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

Skipulagsfulltrúinn á Seltjarnarnesi

Auglýsing um deiliskipulag Skerjabrautar 1-3  Pdf skjal 52 kb.

Tillaga að deiluskiplagi Skerjabrautar 1-3 Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,19 mb

Seltjarnarnesbær - Skerjabraut 1-2 skýringaruppdráttur  Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 2,46 mb

 
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: