Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, svæði fyrir þjónustustofnanir við Kirkjubraut.

12.1.2009

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2026 samkvæmt  1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.p>

Breytingin felst í að 0.6 ha opnu svæði til sérstakra nota er breytt í svæði fyrir þjónustustofnanir þar sem gert er ráð fyrir hjúkrunarheimili.  Umferðartenging verður frá Kirkjubraut.

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá og með mánudeginum 12. janúar til fimmtudagsins 12. febrúar 2009. 

Einnig má sjá tillöguna hér: Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, svæði fyrir þjónustustofnanir við Kirkjubraut.  1,28 mb

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna.  Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 27. febrúar 2009.  Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2.  Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Ólafur Melsted
Skipulagsstjóri Seltjarnarness 


Breyting á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, svæði fyrir þjónustustofnanir við Kirkjubraut.- undirritað


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: