Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

28.9.2009

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögur að deiliskipulagi Bakkahverfis og Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi skv. 25. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Bakkahverfi

Svæðið sem deiliskipulagið á að gilda fyrir afmarkast af Hæðarbraut, Valhúsabraut, Bakkavör, Suðurströnd og Lindarbraut eins og sýnt er á deiliskipulagsuppdrætti. Svæðið er nefnt Bakkahverfi eftir bænum Bakka enda margar lóðir hverfisins fengnar úr landi Bakka.

Lambastaðahverfi

Svæðið sem deiliskipulagið á að gilda fyrir afmarkast af Skerjabraut, Nesvegi, bæjarmörkum að Reykjavík og sjó eins og sýnt er á deiliskipulagsuppdrætti. Svæðið er nefnt Lambastaðahverfi eftir bænum Lambastöðum enda margar lóðir hverfisins fengnar úr landi Lambastaða.

Tilllögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá og með mánudeginum 28. september til miðvikudagsins 28. október 2009. Tillögurnar verða einnig til sýnis á heimasíðu Seltjarnarness, www. seltjarnarnes.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 12. nóvember 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Ólafur Melsted

Skipulagsstjóri Seltjarnarnesbæjar

Auglýsing að deiliskipulagi: Bakkahverfi og Lambastaðahverfi Pdf skjal 158 kb.

Bakkahverfi: Tillaga að deilskipulagi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,6 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - skýringauppdráttur 1 Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesaraPdf skjal 1,4 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - skýringauppdráttur 2  Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,2 mb.

Bakkahverfi. Tillaga að deilskipulagi - húsakönnun Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 2,4 mb.

Lambastaðahverfi: Tillaga að deilskipulagi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,6 mb.

Lambastaðahverfi. Greinagerð og skilmálar  Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 59,8 mb.

 

Sjá einnig Bakkahverfi og Lambastaðahverfi

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: