Fréttir af skipulagsmálum

Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi

11.10.2011

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum eftirfarandi auglýsing um gildistöku deiliskipulag fyrir Lambanstaðahverfi.

 

Nr. 927/2011                                                                                                                                  26. september 2011

AUGLÝSING

um deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi, Seltjarnarneskaupstað.

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkt deiliskipulag Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambastaðahverfi var í kynningu frá 28. september til og með 28. október 2009, og samþykkt í bæjarstjórn hinn 15. desember 2010. Tillagan var kynnt að nýju frá 20. janúar 2011 til og með 10. mars 2011 í kjölfar breytinga vegna innsendra athugasemda og samþykkt í bæjarstjórn hinn 22. júní 2011.

Ofangreint deiliskipulag hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi. Við gildistökuna falla úr gildi allir eldri skilmálar fyrir framangreint svæði.

Seltjarnarnesi, 26. september 2011. 

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

B-deild - Útgáfud.: 10. október 2011

 

Frekari upplýsingar gefur skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar Örn Þór Halldórsson, netfang ornthor@seltjarnarnes.is 

Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1795,11kb.

Lambastaðahverfi: Greinagerð og skilmálar Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 53,2 mb.


 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: