Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing á deiliskipulagi - Bygggarðasvæði

Tillaga að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis

5.11.2012

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 24. október, 2012 að auglýsa deiliskipulagstillögu  að  Bygggarðasvæði, sem samþykkt var 18. október hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd á Seltjarnarnesi í samræmi við 41. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. 

Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð og felur m.a. í sér skipulag á deiliskipulagssvæðinu að gert er ráð fyrir þremur húsagerðum, einbýlis-, rað- og fjölbýlishús. Gert er ráð fyrir átta einbýlishúsum, fjórum raðhúsum með 4-6 íbúðum, með samtals allt að 24 íbúðum, þremur fjölbýlishúsum með u.þ.b. 114 íbúðum og opnu svæði, sem liggur utan lóða, m.a. göturými, göngustíga og opið svæði sem þjónar útivistar- og leikvallarþörf hverfisins. Tvær heitavatns borholur eru innan deiliskipulagssvæðisins, þær eru í fullri notkun. Þeim er útdeilt tilteknu helgunarsvæði og tryggt er að unnt sé að athafna sig við rekstur holanna.

Deiliskipulagið verður til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 5. nóvember til og með 17. desember 2012.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi eigi síðar en 17. desember, 2012. Þeir sem gera ekki athugasemdir við breytinguna fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.

Seltjarnarnesi 3. nóvember 2012.

Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi

Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi.

Tillaga að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis - deiliskipulagsuppdráttur  Pdf skjal 2.89 mb

 Tillaga að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis - húsakönnun Pdf skjal 433 kb

Tillaga að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis - skýringaruppdráttur Pdf skjal 1.75 mb

Tillaga að deiliskipulagi Bygggarðasvæðis - greinagerð og skilmálar Pdf skjal 340 kb
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: