Fréttir af skipulagsmálum

Íbúafundur - Deiliskipulag Lambastaðahverfis

14.2.2013

Íbúafundur - Deiliskipulag Lambastaðahverfis

Kynning á tillögu um uppdrætti og skilmála vegna endurauglýsingar Deiliskipulags Lambastaðahverfis

Kynning á tillögu um uppdrætti og skilmála samkvæmt 40. grein skipulagslaga við endurtekna auglýsingu
á áður kynntum tillögum fyrir deiliskipulag Lambastaðahverfis ásamt breytingu vegna Skerjabrautar 1-3,
verður fimmtudaginn 14. febrúar 2013, kl. 17:30 í knattspyrnuhúsi íþróttavallarins við Suðurströnd.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á að annast gerð deiliskipulags.
Deiliskipulagið er unnið af KANON arkitektum og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, af T.ark Teiknistofan
Arkitektar ehf. undir stjórn skipulagsyfirvalda Seltjarnarness og verður sameining þessara tillagna nú kynnt.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér deiliskipulagstillögu sem lögð verður fyrir bæjarstjórn.

S E L T J A R N A R N E S B Æ R
Skipulags- og mannvirkjanefnd
Seltjarnarnesbær, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.
Sími 595 9100, fax 595 9101, netfang: postur@seltjarnarnes.isÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: